Myndir mánaðarins, september 2018

14 Myndir mánaðarins Loving Vincent Var saga hans öll sögð? Talsetning: Douglas Booth, Robert Gulaczyk, Jochum ten Haaf, Jerome Flynn, Saoirse Ronan, Helen McCrory, Chris O’Dowd, John Sessions, Eleanor Tomlinson og Aidan Turner Leikstjórn: Dorota Kobiela og Hugh Welchman Útgefandi: Myndform 102 mín Willem. 7. september l Loving Vincent hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og var m.a. tilnefnd til bæði BAFTA-, Golden Globe og Óskarsverð- launa sem besta handgerða mynd ársins 2017. l Við gerð myndarinnar var ekki bara lögð áhersla á að mála í stíl van Gogh heldur má finna í henni nokkur frægustu málverk hans. Þegar ArmandRoulin er falið að afhenda síðasta bréf Vincents van Gogh til bróður síns, Theos, fær hann um leið áhuga á lífi listamannsins og fer að gruna að hann hafi í raun veriðmyrtur en ekki framið sjálfsmorð eins og sagt er. Armand ákveður að rannsaka málið sjálfur og hreyfir um leið við mörgum. Loving Vincent er einstök mynd, bæði sagan sjálf og gerð hennar, en allt frá dauða Vincents van Gogh hefur sú skýring að hann hafi framið sjálfsmorð verið dregin í efa af ýmsum, ekki síst vegna stefnu kúlunnar sem varð honum að bana. Þessar efasemdir eru efniviður myndarinnar sem um leið er að öllu leyti olíumáluð á striga í stíl Vincents sjálfs, en það ljær henni að sjálfsögðu einstakt yfirbragð. Sagan er um Armand Roulin sem um ári eftir dauða Vincents er falið að afhenda Theo bróður hans síðasta bréfið sem Vincent skrif- aði, en Theo er sagður búa í París. Þegar í ljós kemur að Theo er líka látinn ákveður Armand að fara til bæjarins Auvers-sur-Oise þar sem Vincent bjó síðast og athuga hvort hann finni verðugan viðtak- anda bréfsins. Þegar þangað er komið kvikna grunsemdir hans ... Það er Douglas Booth sem leikur aðalhlutverk myndarinnar, póstmann- inn Armand Roulin sem ákveður að rannsaka lát Vincents van Gogh. Loving Vincent Söguleg sakamálasaga Punktar .................................................... Veistu svarið? Vincent van Gogh var fæddur í bænum Zundert í Hollandi 30. mars 1853 og lést aðeins 37 ára gamall í bænum Auvers-sur-Oise í Frakklandi að morgni 29. júlí 1890 eftir að hafa fengið byssukúlu í brjóstið 30 klst. fyrr. En hvert var millinafn hans? VOD HHHH - Seattle Times HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Village Voice HHHH - Variety HHH 1/2 - H. Reporter HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - W. Post HHH 1/2 - IndieWire Það tók 125 málara frá tuttugu löndum tæplega fjögur ár að mála alla 65 þúsund ramma myndarinnar, en þeir eru málaðir í hinum sérstaka stíl Vincents van Gogh og ljá myndinni áður óséða áferð.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=