Myndir mánaðarins, september 2018
18 Myndir mánaðarins Deadpool 2 Endurkoma ársins! Aðalhlutverk: Ryan Reynolds, Josh Brolin, Zazie Beetz, T.J. Miller, Terry Crews, Eddie Marsan, Bill Skarsgård, Morena Baccarin, Julian Dennison og Shioli Kutsuna Leikstjórn: David Leitch Útgefendur: Sena og Síminn og Vodafone 118 mín Firefist. 20. september l Leikstjóri Deadpool 2 er David Leitch sem síðast sendi frá sér myndina Atomic Blonde en hann á einnig langan feril að baki sem áhættuleikari og sem aðstoðarleikstjóri mynda eins og John Wick , Jurassic World , Captain America: Civil War og The Wolverine . Handritshöfundar eru hins vegar þeir sömu og síðast, Rhett Reese og Paul Wernick, auk Ryans Reynolds sem er meðhöfundur þess. Fyrsta Deadpool -myndin sem var frumsýnd sumarið 2016 naut mikilla vinsælda enda bráðskemmtileg í alla staði, hröð og fyndin. Þá þegar var alveg ljóst að von væri á fleiri myndum um þennan sjálfskipaða bjargvætt og þann 20. september er komið að útgáfumyndar 2 á DVD, BluRay og á VOD-leigunum. Já, Wade Wilson, öðru nafni Deadpool, er mættur til leiks á ný eins og hann byrjaði strax að boða eftir síðustu heimsókn. Í þetta sinn glímir hann m.a. við hinn öfluga tímaferðalang Nathan Summers, en sá er betur þekktur sem hálfvélmennið Cable og er leikinn af Josh Brolin. Cable er kominn úr framtíðinni til að gera út af við ungan dreng, Russell Collins, sem er einn af X-fólkinu og á í fram- tíðinni eftir að gera Cable skráveifu – en það er einmitt það sem Cable vill koma í veg fyrir að gerist. Deadpool skerst í leikinn en uppgötvar fljótlega að baráttan við Cable er bara forsmekkurinn af því sem koma skal, svo ekki sé meira sagt. Það á því eftir að koma sér vel fyrir hann að eiga félaga sem geta hjálpað til í stöðunni ... Sem fyrr nýtur WadeWilson/ Deadpool aðstoðar vinar síns Weasels við úrlausn hinna ýmsu mála en þeir félagar deila líka svipuðum húmor. Deadpool 2 Margar nýjar persónur koma við sögu í Deadpool 2 sem voru ekki í fyrri myndinni og Domino, sem Zazie Beetz leikur, er ein af þeim. Ofurhetjur / Hasar / Grín Punktar .................................................... Veistu svarið? Það er ástralski leikarinn Julian Dennison sem fer með hlutverk hins unga Russells Collins en hann er einn af X-fólkinu og á með kröftum sínum eftir að valda miklum usla í framtíðinni sé hann ekki stöðv- aður strax. En hvert er ofurhetjunafn Russells? HHHHH - Washington Post HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - R. Stone HHHH - CineVue HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Hollyw. Reporter HHHH - IGN VOD DVD Josh Brolin leikur hinn öfluga Nathan Summer, eða Cable, sem Deadpool á enga möguleika í upp á eigin spýtur. Eða hvað?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=