Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó

25 Myndir mánaðarins Sönn saga ítalska söngvarans Andreas Bocelli sem fæddist með augn- sjúkdómog varð endanlega blindur 12 ára að aldri. Myndin er byggð á hans eigin æskuminningum og fylgir honum síðan í gegnum tónlistarnám hans. The Music of Silence er gerð af Michael Radford sem á margar góðar myndir að baki og má þar nefna 1984 , Il Postino: The Postman (sem færði honum BAFTA- verðlaunin og önnur verðlaun), The Merchant of Venice , Flawless og The Mule . Andrea Bocelli, sem í myndinni er látinn heita Amos Bardi, fæddist 22. september 1958 og er því nýlega orðinn sextugur. Hann sýndi snemma mikinn áhuga á tónlist og byrjaði í píanókennslu aðeins sex ára að aldri. Á næstu árum lærði hann einnig að spila á önnur hljóðfæri eins og flautu, básúnu, saxófón, trompet, gítar og trommur um leið og áhugi hans á söng óx með hverju árinu. Fram að tólf ára aldri hafði Andrea glímt við alvarlega sjóndepru eftir að hafa fæðst með augnsjúkdóminn gláku. Þá gerðist það slys að hann fékk bolta í aug- að af miklumkrafti semorsakaði algjöran sjónmissi þrátt fyrir að læknar hefðu gert sitt ítrasta til að bjarga sjón hans. 14 ára að aldri vann Andrea sína fyrstu söngkeppni og eftir menntaskóla lagði hann stund á laganám sem hann fjár- magnaði með því að syngja á börum og veitingahúsum. Smám saman á næstu árum tók svo söngurinn allt yfir ... Söngurinn er lífið Frumsýnd 19. október 115 mín Aðalhlutverk: Toby Sebastian, Antonio Banderas, Luisa Ranieri og Jordi Mollà Leikstjórn: Michael Radford Bíó: Sambióin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík The Music of Silence Sannsögulegt Leikstjóri myndarinnar, Michael Radford, ásamt Toby Sebastian sem leikur Amos Bardi (Andrea Bocelli) og Antonio Banderas sem leikur kennara hans. The Music of Silence – Billionaire Boys Club Nokkrir ungir menn úr Harvard-háskóla, sem eiga það líka sameiginlegt að tilheyra vel stæðum fjölskyldum, ákveða að taka þátt í ponzi-svindli sem eins og flestir vita getur ekki gengið upp til lengdar. Í tilfelli þessara ungu manna urðu afleiðingarnar samt enn verri en þær hefðu þurft að verða. BBC-klúbburinn, sem hét reyndar Bombay Bicycle Club en fékk svo á sig viður- nefnið Billionaire Boys Club, var stofnaður árið 1983 af Joseph „Joe“ Henry Hunt. Félagar gátu þeir einir orðið sem áttu peninga og stunduðu nám í Harvard- háskólanum í Suður-Kaliforníu, en sá skóli heitir í dag Harvard-Westlake School. Markmið klúbbsins var að afla meiri peninga til að standa undir dýrum lífsstíl meðlimanna og það gerði hann um skamma hríð undir stjórn Joes Hunt. En þegar svindlara að nafni Ron Levin tókst að hafa út úr klúbbnum fjórar milljónir dollara hófst vofveifleg atburðarás sem átti eftir að enda með tveimur morðum ... Mikið vill meira Frumsýnd 19. október 108 mín Aðalhlutverk: Ansel Elgort, Taron Egerton, Kevin Spacey, Emma Roberts, Rosanna Arquette, Cary Elwes, Judd Nelson og Jeremy Irvine Leikstjórn: James Cox Bíó: Sambióin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík Billionaire Boys Club Sannsögulegt Ansel Elgort og Taron Egerton leika þá Joe Hunt og Dean Karny í Billionaire Boys Club .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=