Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó
28 Myndir mánaðarins Belleville Cop Brostu. Baaba er mættur í bæinn. Aðalhlutverk: Omar Sy, Luis Guzmán, Biyouna, Franck Gastambide, Julie Ferrier, Eriq Ebouaney og Paulina Gálvez Leikstjórn: Rachid Bouchareb Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 110 mín Frumsýnd 26. október l Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Rachid Bouchareb, er margverðlaunaður í gegnum árin, eins og t.d. fyrir myndirnar Cheb , Little Senegal , Days of Glory , London River , Indigènes og Bâton Rouge . Hann hefur m.a. fimm sinnum verið tilnefndur til César- verðlaunanna og margoft átt myndir á t.d. kvikmyndahátíðunum í Berlín og Cannes sem keppt hafa um helstu verðlaunin. Þegaræskuvinur lögreglumannsins Sebastians „Baaba“ Bouc- hard er myrtur af glæpamönnum sem gera út frá Miami í Flór- ída kemur ekkert annað til greina fyrir hann en að skella sér vestur yfir haf og ganga á milli bols og höfuðs á þeim seku. Belleville Cop , eða Le Flic de Belleville eins og hún heitir á frönsku, lofar mjög góðu fyrir þá sem gaman hafa af frönskum húmor og ekki skemmir fyrir að hér er skemmtilegum hasar blandað saman við þannig að úr verður eldfjörug skemmtun frá upphafi til enda. Baaba, eins og Sebastian er alltaf kallaður, hefur allan sinn aldur haldið til í Belleville-hverfinu í París þar sem hann býr hjá mömmu sinni og þekkir hvern krók og kima. Það hefur komið sér vel eftir að hann gerðist lögreglumaður og uppgötvaði að hann hefur einnig mikla hæfileika sem bardagamaður og er í ofanálag góð skytta. En Miami er allt annar staður en Belleville og spurningin er hvort aðferðirnar sem Baaba hefur notað á heimavelli sínum dugi einnig í baráttu við harðsvíraða eiturlyfjakónga í Bandaríkjunum. Sér til halds og traust fær Baaba aðstoð frá lögreglumanninum Ricardo Garcia og hver veit nema þeir eigi eftir að mála bæinn rauðan ... Þegar Baaba kemur til Miami gengur hann í lið með lögreglumann- inum Ricardo Garcia (Luis Guzmán) sem er öllum hnútum kunn- ugur í borginni en vill, öfugt við Baaba, helst vinna eftir bókinni. Belleville Cop Gamanmynd / Hasar Punktar .................................................... François Cluzet. Veistu svarið? Eins og flestir sem fylgjast með kvikmyndumvita skaust hinn skemmtilegi leikari Omar Sy upp á stjörnuhimininn þegar hann lék annað aðalhlut- verkið í myndinni Intouchables árið 2011. En hvað heitir leikarinn sem lék á móti honum þar? Baaba lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar baráttan við glæpa- menn er annars vegar og er bæði snjall bardagamaður og góð skytta. Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=