Myndir mánaðarins, október 2018

15 Myndir mánaðarins Lowlife – On Chesil Beach 5. október 105 mín Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Billy Howle, EmilyWatson og Samuel West Leikstjórn: Dominic Cooke Útg.: Myndform VOD Drama/rómantík Það er ást við fyrstu sýn þegar þau Edward og Dolores hittast í fyrsta sinn árið 1962 og áður en varir eru þau orðin hjón. Babb kemur hins vegar í bátinn í brúðkaupsferðinni því hvorugt þeirra hefur kynnst kynlífi áður. On Chesil Beach er stórskemmtileg saga, fyndin og rómantísk, og verður að sjálf- sögðu dálítið vandræðaleg (á góðan hátt) þegar kvölda tekur á brúðkaupsnótt þeirra Edwards og Dolores. Þótt þau hafi þekkst um nokkurt skeið hafa þau varla snert hvort annað og því síður sængað saman. Þeim sem ekki hafa lesið söguna er enginn greiði gerður með því að segja nánar frá hvað gerist, en við mælum heilshugar með þessari mynd fyrir alla unnendur vandaðra breskra mynda ... Ekki er sopið kálið ... Þau Saoirse Ronan og Billy Howle þykja sýna snilldarleik sem hjónin nýgiftu, Florence og Edward. l Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu hins margverðlaunaða breska rithöfundar Ians McEwan sem skrifaði m.a. bókina Atonement , en eftir henni var samnefnd Óskarsverðlaunamynd gerð árið 2007 og lék Saoirse Ronan einnig veigamikið hlutverk í henni. Ian ákvað að skrifa sjálfur handritið að On Chesil Beach og þess ber að geta að sagan hefur komið út í íslenskri þýðingu Ugga Jónssonar og nefnist Brúðkaupsnóttin . l Atriðin í myndinni sem gerast á ströndinni eru í raun tekin upp á Chesil-ströndinni í Dor- set á Englandi, nærri bænum Weymouth. l Þetta er fyrsta bíómynd leikstjórans Dom- inics Cooke sem á þó langan feril að baki sem leikstjóri í breskum leikhúsum. Punktar ............................................................................................ 5. október 96 mín Aðalhl.: Nicki Micheaux, Ricardo Adam Zarate og Jon Oswald Leikstj.: Ryan Prows Útgefandi: Myndform VOD Glæpagrín Þegar svívirðileg tilraun til að selja líffærin úr nokkrum hótelgestum í Los Angeles fer úrskeiðis fá nokkrir einstaklingar tækifæri til að láta til sín taka. Lowlife er kolsvört kómedía sem var frumsýnd á Fantasia-kvikmyndahátíðinni í Kanada í fyrra og hefur síðan gert það gott á fjölmörgum kvikmyndahátíðum. Um leið hefur hún notið vaxandi vinsælda þeirra sem kunna að meta „öðruvísi“ myndir enda er hún þegar búin að fá á sig orð sem ein af „cult“-myndum ársins 2017. Hér kynnumst við nokkrum ólíkum einstaklingum sem flækjast óvart inn í annarra manna glæpi og neyðast til að bregðast við, hvert og eitt á sinn hátt ... Teningunum er kastað Jon Oswald, Nicki Micheaux og Santana Dempsey í hlutverkum sínum í Lowlife en svo til allar persónur myndarinnar eiga það sameiginlegt að vera frekar skrítnar skrúfur. l Lowlife hefur fengið fína dóma og hefur verið lýst sem velheppnuðu tilbrigði við Pulp Fiction . Grínið er mikið og atburðarásin er ekkert endilega í réttri tímaröð. Punktar ............................................................................................ HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH 1/2 - IndieWire HHHHH - Variety HHHH 1/2 - L. A. Times HHHH 1/2 - Globe and Mail HHHH - N. Y. Times HHHH - W. Post HHH 1/2 - Entertainment Weekly

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=