Myndir mánaðarins, október 2018

17 Myndir mánaðarins Önd, önd, gæs Engin venjuleg fjölskylda Íslensk talsetning: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Valgeir Hrafn Skagfjörð, Viktor Már Bjarnason, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Íris Tanja Flygenring Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Útgefandi: Myndform 91 mín 11. október Önd, önd, gæs er bráðskemmtileg teiknimynd um unglings- gæsina Peng sem heldur að hann sé snjallasta gæsin í gæsa- hópnum og þurfi ekkert að æfa sig fyrir haustferðina suður á bóginn. Þetta viðhorf á eftir að koma honum í koll ... en þó með þeim afleiðingum að hann eignast tvo fósturunga! Það skemmtilegasta sem Peng gerir er að fljúga um loftin blá á miklum hraða og taka alls konar áhættu. Hann á hins vegar erfitt með að fylgja reglum og halda aga og er af þeim sökum t.d. óhæfur til að fara fremstur í oddafluginu sem gæsir nota til að komast lengra og fljúga léttara þegar þær eru að ferðast á milli staða, ekki síst heimsálfa eins og þær gera flestar tvisvar á ári. Dag einn gerir Peng mistök í áhættufluginu með tvöföldum afleið- ingum. Annars vegar meiðir hann sig í öðrum vængnum sem kemur tímabundið í veg fyrir að hann geti flogið og hins vegar verður honum á að tvístra andahópi þannig að tveir litlir andar- ungar verða viðskila við fjölskyldu sína. Þótt Peng hafi síst af öllu ætlað sér að gerast fósturfaðir getur hann ekki skilið ungana eftir og þar með hefst nýr kafli í lífi hans ... og andarunganna tveggja. Önd, önd, gæs Teiknimynd VOD DVD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=