Myndir mánaðarins, október 2018
18 Myndir mánaðarins 11. október 90 mín Aðalhlutv.: Keanu Reeves, Winona Ryder, Dj Dallenbach og Ted Dubost Leikstjórn: Victor Levin Útgefandi: Sena VOD Gaman/rómantík Sagan af þeim Frank og Lindsay sem hittast fyrst þegar þau eru á leið í sama brúðkaupið. Þau eru ólík innbyrðis en eiga það samt sameiginlegt að bæði eru sjálfumglöð og hrokafull – og frekar leiðinleg viðkynningar. Destination Wedding er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Victor Levin sem hefur sent frá sér eina mynd áður, hina góðu 5 to 7 árið 2014, en er líka þekktur sem einn af aðalframleiðendum sjónvarpsþáttanna Mad Men og Mad About You . Hér kynnir hann okkur fyrir þeim Frank og Lindsay sem „lenda í“ að eyða tveimur dögum saman fjarri heimaslóðunum. Af því að þau eru eins og þau eru er sam- band þeirra stirt til að byrja með, en úr því á eftir að rætast á spaugilegan hátt ... Sækjast sér um líkir Þau Frank og Lindsay hittast fyrst á San Luis-flugvellinum og lenda þegar upp á kant hvort við annað. l Þetta er í fjórða sinn sem þau Keanu Reeves og Winona Ryder leika í sömu myndinni. Sameiginlegar myndir þeirra hingað til eru BramStoker’s Dracula (1992), A Scanner Darkly (2006) og The Private Lives of Pippa Lee (2009), en í síðasttöldu myndinni léku þau reyndar ekki í sömu atriðunum. Í raunveruleikanum hafa þau verið nánir vinir allt frá því að bæði voru að ströggla við að koma sér á framfæri upp úr 1980. l Destination Wedding var tekin upp í réttri tímaröð á tíu dögumþar semhún gerist, þ.e. að mestu í bænum Paso Robles í Kaliforníu. l Fyrir utan raddir úr sjónvarpi og tilkynningar í hátalarakerfum eru þau Frank og Lindsay þau einu sem segja eitthvað í myndinni. Punktar ............................................................................................ HHHH 1/2 - Entert. Weekly HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - The Wrap HHH 1/2 - L. A. Times HHH 1/2 - Screen HHH 1/2 - Hollywood Reporter Destination Wedding – The Seagull 11. október 98 mín Aðalhlutv.: Saoirse Ronan, Annette Bening, Billy Howle og Corey Stoll Leikstjórn: Michael Mayer Útgefandi: Sena VOD Drama/rómantík Leikkonan Irina hefur um árabil heimsótt bróður sinn Sorin í sumarbyrjun og í þetta sinn hefur hún með sér leikskáldið Bóris, sem jafnframt er elsk- hugi hennar. En þegar hin unga Nína af næsta bæ verður hrifin af Bóris taka málin óvænta stefnu, ekki síst fyrir Konstantín, son Irinu, sem elskar Nínu. The Seagull er byggð á samnefndu og víðfrægu leikriti Antons Tsjekhov og þykir leikstjóranum Michael Mayer og handritshöfundinum Stephen Karam hafa tekist einkar vel að færa það hér í kvikmyndabúning. Sagan er grípandi og rómantísk, samtölin snjöll og ljóðræn og ekki síst er hér á ferðinni leikhópur sem ræður við verkefnið og kemur hinum einstæða stíl og húmor Tsjekhovs sérlega vel til skila ... Ástin spyr engan um leyfi Saoirse Ronan og Corey Stoll leika þau Nínu og Bóris í The Seagull . l Fyrir utan þau Saoirse Ronan, Annette Bening, Billy Howle og Corey Stoll leika Elisabeth Moss, Brian Dennehy og Mare Winningham burðarhlutverk í myndinni. l Saoirse Ronan og Billy Howle leika hér par eins og í myndinni On Chesil Beach sem er kynnt hér framar í blaðinu. Persónur þeirra eru þó gerólíkar eins og gefur að skilja. l Leikritið Mávurinn , semer almennt talið eitt af fjórum stórvirkjum Antons Tsjekhov, var fyrst sýnt árið 1896, en Tsjekhov var aðeins 36 ára þegar hann lauk við það. Allar götur síðan hefur það verið í hávegum haft og eitt af einkennum þess er að flest það sem persónurnar segja eru meiningar undir rós. Punktar ............................................................................................ HHH 1/2 - IndieWire HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Chicago Tribune HHH 1/2 - Playlist HHH 1/2 - ReelViews HHH - Entertainment Weekly
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=