Myndir mánaðarins, október 2018
21 Myndir mánaðarins Pope Francis: A Man of His Word – Bel Canto 18. október 105 mín Aðalhl.: Julianne Moore, KenWatanabe, Ryô Kase og Christopher Lambert Leikstjórn: Paul Weitz Útg.: Sena VOD Spenna/rómantík Þekkt bandarísk söngkona, Roxanne Coss, er fengin til Suður-Ameríkuríkis til að syngja í hófi ríkisstjórnarinnar sem haldið er til heiðurs japönskum viðskiptajöfri. Áður en kvöldið er úti ráðast mannræningjar hins vegar til inngönguogtakabæði hana, viðskiptajöfurinnogaðraveislugesti í gíslingu. Bel Canto er eftir leikstjórann Paul Weitz sem á myndir eins og American Pie , About a Boy , In Good Company , Being Flynn og Admission að baki. Þetta er spennandi saga með rómantísku ívafi því um leið og veislugestirnir þurfa að bíða á milli vonar og ótta eftir björgun lætur ástin á sér kræla á milli bæði Roxanne og viðskiptajöfursins, svo og túlks hans, Gens, og eins af ræningjunum, Carmenar ... Milli vonar og ótta Ken Watanabe og Julianne Moore sem þau Katsumi og Roxanne í einu atriði myndarinnar. l Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu breska rithöfundarins Ann Patchett sem kom út árið 2001 og hlaut m.a. Faulkner- verðlaunin og bresku Orange-verðlaunin sem eru árlega veitt kvenrithöfundi af hvaða þjóðerni sem er fyrir skáldsögu. l Þótt sagan í myndinni sé skáldskapur sækir hún innblásturinn í þann atburð árið 1996 þegar glæpamenn réðust inn í japanska sendiráðið í Perú og kröfðust himinhárra lausnargjalda fyrir gísla sína. l Sú sem syngur fyrir Julianne Moore í söng- atriðunum er bandaríska sópransöngkonan Renée Fleming. l Myndin var að mestu tekin upp í Mexíkó. Punktar ............................................................................................ HHHH - IndieWire HHHH - L. A. Times HHH 1/2 - Washington Post HHH 1/2 - Entertainment Weekly HHH 1/2 - The Hollywood Reporter 18. október 96 mín Heimildarmynd eftir WimWenders Útgefandi: Síminn og Vodafone VOD Heimildarmynd Heimildarmynd eftir hinn þekkta og margverðlaunaða kvikmyndagerðar- mann WimWenders þar sem hann ræðir við Frans páfa um hlutverk hans á páfastóli og boðskap hans sem þótt hefur frjálslyndari en hjá fyrri páfum. Fyrir utan viðtölin er Frans fylgt eftir á ferðum hans um heiminn þar sem hann notar einstæða persónutöfra sína og húmor til að ná til fólks á allt annan hátt en aðrir páfar hafa gert. Hann er rómaður mannvinur og hefur í ræðum og riti gengið nokkuð gegn hefðbundnum viðhorfum kaþólikka í ýmsum málum og þykir bæði alþýðlegri og óformlegri en nokkur páfi á undan honum hefur verið. Þetta er afar fróðleg og verulega góð mynd um einn áhrifamesta mann heims ... Boðberi friðar, vonar og kærleika WimWenders ásamt Frans páfa l Frans páfi tók við embættinu 13. mars 2013 og varð um leið fyrsti páfinn í meira en 1200 ár sem er ekki fæddur í Evrópu. Frans, sem heitir réttu nafni Jorge Mario Bergoglio, fæddist í Buenos Aires í Argentínu 17. desember árið 1936 og er því að verða 82 ára. Í heimalandi sínu varð hann prestur árið 1969 og síðan héraðsforingi Jesúítareglunnar frá 1973 til 1979. Árið 1998 varð hann erkibiskup Buenos Aires og árið 2001 var hann útnefndur kardínáli af Jóhannesi Páli 2. páfa. Í myndinni er samt ekki lögð áhersla á lífsstarf Jorges heldur fyrst og fremst á boð- skap hans eftir að hann varð páfi. Punktar ............................................................................................ HHHHH - S. F. Chronicle HHHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - Boston Globe HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - W. Post HHH 1/2 - The Wrap
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=