Myndir mánaðarins, október 2018

22 Myndir mánaðarins 18. október 88 mín Aðalhlutverk: Alex Sharp, Gillian Anderson, Ella Purnell og David Strathairn Leikstjórn: Ryan Eslinger Útg.: Sena VOD Ráðgáta Eftir að fjöldi fólks verður vitni að flugi furðuhluta yfir nokkrumflugvöllum í Bandaríkjunum gefa yfirvöld út þá skýringu að um dróna hafi verið að ræða. Því trúir stærðfræðineminn Derek ekki og ákveður að sanna sitt mál. UFO er afar áhugaverðmynd fyrir fólk semhefur velt því fyrir sér hvort vitsmunalíf þrífist annars staðar í óravíddum alheimsins en á okkar jörð. Aðalpersónan er stærðfræðineminn Derek sem uppgötvar ákveðið munstur í frásögn vitna að flugi furðuhlutanna sem hægt er að setja upp í stærðfræðilegt samhengi. Með þá formúlu að vopni ræðst hann síðan gegn opinberum skýringum yfirvalda ... Hverju er verið að leyna? Gillian Anderson, Alex Sharp og Ella Purnell leika þrjú af aðalhlutverkum myndarinnar. Punktar ............................................................................................ l UFO er fjórða mynd leikstjórans Ryans Eslinger og eiga allar myndir hans það sameiginlegt að fjalla um efni sem tengist vísindaskáldskap og eru um leið til- raunir til að útskýra þann skáldskap með raunsönnum rökum og útreikningum. UFO – Viggó viðutan 18. október 90 mín Aðalhl.: Théo Fernandez, Pierre-François Martin-Laval og AlisonWheeler Leikstjórn: Pierre-François Útgef.: Sena VOD Gamanmynd Fyndin og fjörug mynd um ævintýraleg uppá- tæki Viggós viðutan sem belgíski teiknarinn André Franquin skapaði árið 1957 og hefur æ síðan notið ómældra vinsælda allra húmorista. Viggó viðutan er ein eftirminnilegasta persóna teikni- bókmenntanna en hann vinnur á sama stað og blaðamaðurinn Valur úr bókunum um Sval og Val, en þá félaga hafði André Franquin skapað áður en Viggó kom til sögunnar. Hér er reynt að fanga anda ævin- týranna um Viggó sem eins og flestir vita er stöðugt að finna upp alls konar hluti sem eiga að létta sam- starfsfólki hans lífið en gera yfirleitt hið gagnstæða ... Viggó gerir allt vitlaust Viggó viðutan velur sér ætíð óvenjulega svefnstaði eins og t.d. þennan.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=