Myndir mánaðarins, október 2018

23 Myndir mánaðarins Filmworker Kletturinn á bak við Stanley Kubrick Höfundur: Tony Zierra Útgefandi: Myndform 94 mín Bullingdon var stjúpsonur Barrys. 19. október l Fyrir utan Leon Vitali tók höfundur myndarinnar, Tony Zierra, fjölda viðtala við fólk í kvikmyndabransanum og bæði vini, vinnufélaga og ættingja Leons. Á meðal þekktra leikara sem teknir eru tali má nefna Ryan O’Neal, Danny Lloyd, Matthew Modine, Stellan Skarsgård, Lee Ermey og Pernillu August og á meðal framleiðenda má nefna Julian Senior, Steve Southgate, Brian Jamieson, Warren Lieberfarb og Ned Price. l Eins og sjá má á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hefur Filmworker hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda en hún er með 7,3 í meðal- einkunn á Metacritic og 7,5 í meðaleinkunn á Imdb.com. Leon Vitali var efnilegur, 29 ára gamall leikari þegar hann var ráðinn í hlutverk Bullingdons lávarðar í mynd Stanleys Kubrick, Barry Lyndon , sem frumsýnd var árið 1978. Í stað þess að halda áfram með leikferil sinn hætti Leon að leika eftir gerð myndarinnar og gerðist þess í stað aðstoðarmaður og í raun hægri hönd Kubricks upp frá því. Þetta er saga hans. Filmworker er mynd sem allt áhugafólk um kvikmyndagerð og kvikmyndasögu ætti að sjá, svo ekki sé talað um aðdáendur Stan- leys Kubrick sem lést sjötugur að aldri í mars 1999, en þá hafði Leon starfað með honum í 21 ár, m.a. við gerð myndanna The Shining , Full Metal Jacket og Eyes Wide Shut . En hvað var það sem fékk þennan efnilega leikara til að gefa sinn eigin leikferil upp á bátinn til að geta helgað Kubrick krafta sína? Því er svarað í myndinni ... Leon Vitali (t.h.) ásamt Ryan O’Neill sem lék einmitt titilhlutverkið í myndinni Barry Lyndon , m.a. á móti Leon sem lék þar Lord Bullingdon. Lee Ermey sem lék Gunnery Sgt. Hartman í Full Metal Jacket er einn af fjölmörgum viðmælendum Tonys Zierra í Filmworker . Filmworker Stellan Skarsgård hefur frá mörgu að segja umVitali og Kubrick. Heimildarmynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í kynningartextanum lék Leon Vitali hlutverk Bullingdons lávarðs í Barry Lyndon sem eldaði grátt silfur saman við titilpersónuna sem Ryan O’Neal lék. En hvernig tengdust þessar tvær persónur? VOD HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - Playlist HHHH - Time Out HHHH - Empire HHHH - L. A. Times HHH 1/2 - H. Reporter HHHH - Variety HHHH - Guardian HHH 1/2 - R.Ebert.com

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=