Myndir mánaðarins, október 2018

24 Myndir mánaðarins 19. október 92 mín Aðalhlutverk: Bel Powley, Liv Tyler, Brad Dourif og James Le Gros Leikstjórn: Fritz Böhm Útgefandi: Myndform VOD Tryllir/fantasía Anna er sextán ára stúlka sem hefur alla sína ævi verið haldið fanginni af manni sem hún kallar pabba. Dag einn sleppur hún úr prísundinni og svo fer að lögreglukonan Ellen sem finnur hana skýtur yfir hana skjólshúsi á meðan kannað er hvort hún eigi einhvers staðar aðra ættingja á lífi. Þannig byrjar þessi hörkugóði tryllir eftir Fritz Böhm og áður en langt um líður kemur í ljós að Anna er engin venjuleg stúlka heldur á hún sér uppruna og fortíð sem hvorki hún né þeir sem rannsaka málið vita í fyrstu um. Um þá fortíð upp- lýsum við ekki hér til að skemma ekki fléttuna fyrir væntanlegum áhorfendum ... Uppgötvaðu uppruna þinn Bel Powley leikur aðalhlutverkið í Wildling . Punktar ............................................................................................ l Wildling er fyrstamynd leikstjórans og handritshöfundarins Fritz Böhm en hann hefur framleitt fjölda mynda allt frá árinu 2004 og sjálfur gert tvær stuttmyndir. l Myndin er að mestu tekin upp í bæjarfélaginu Congers norður af New York, í skóglendinu þar um kring og við DeForest-vatnið. l Bel Powley, sem leikur Önnu, hefur verið á hraðri uppleið á stjörnu- himininn á undanförnum árum og er Wildling ein af þremur myndum hennar sem frumsýndar eru á árinu 2018. Hinar tvær eru White Boy Rick og Ashes in the Snow . Wildling – Mói HHHH - Entert. Weekly HHH 1/2 - N.Y. Post HHH - L.A. Times HHH 1/2 - Arizona Republic HHH - The Hollywood Reporter 19. október 88 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Móa og félaga Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og heimsækja sögufræga staði, hafa verið sýndir að undanförnu á RÚV. Nú koma þeir einnig út á VOD- leigunum og hér eru þættir 25 til 31 í seríunni. Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs Boutavant, Umhverfis jörðina með Móa sem kom út árið 2009 og hefur allar götur síðan notið vinsælda. Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um sögufræga staði, lönd og borgir og alls konar hluti sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi siði landa og þjóða. Hver þáttur er 11mínútur að lengd. Mói Komdu með í ferðalög um heiminn

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=