Myndir mánaðarins, október 2018

26 Myndir mánaðarins 26. október 104 mín Aðalhl.: Amar Adatia, Peter Peralta og Richard Blackwood Leikstjórn: Amar Adatia og Peter Peralta Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Þegar tveir viðkunnanlegir en seinheppnir lúserar, Chris og Lee, eru reknir úr vinnu lenda þeir fljótlega upp á kant við leigusalann sinn, Olu, sem gefur þeim 48 tíma til að greiða leiguna – ella munu þeir eiga hann á fæti. Gangsters Gamblers Geezers er það sem kalla má sprellimynd þar sem hver uppá- koman rekur aðra frá byrjun til enda. Þeir Chris og Lee eru dauðhræddir við hinn nígeríska leigusala sinn og því kemur ekkert annað til greina fyrir þá en að útvega peninga fyrir leigunni áður en fresturinn til þess rennur út. Fyrir tóman misskiln- ing lenda þeir síðan í slagtogi við nokkur glæpagengi, allt frá ótíndum þjófum til hryðjuverkamanna, með þeim afleiðingum að áður en sólarhringur er liðinn eru þeir komnir með Scotland Yard og bresku MI5-leyniþjónustuna á hælana og eru eftirlýstir semhættulegustumenn Evrópu. Tekst þeimað koma sér út úr klípunni, snúa af sér glæpamennina og finna peningana sem þeir þurfa til að borga Olu? Viðskipti eins eru vandræði annars! Þeir félagar Chris og Lee eru leiknir af þeim Amar Adatia og Peter Peralta sem jafnframt skrifuðu handritið, framleiða myndina og leikstýra henni. Gangsters Gamblers Geezers – American Animals 26. október 116 mín Aðalhlutv.: Evan Peters, Blake Jenner, Barry Keoghan og Jared Abrahamson Leikstj.: Bart Layton Útg.: Myndform VOD Sönn saga Árið 2003 ákváðu tveir námsmenn við Lexington-háskólann í Kentucky að ræna nokkrum verðmætum bókum úr bókasafni skólans, þ. á m. hinni ein- stæðu bók The Birds of America eftir John James Audubon. Eftir að hafa fengið tvo félaga sína í lið með sér ákváðu þeir svo að láta til skarar skríða. American Animals er þrælskemmtileg mynd sem ætti að hitta í mark hjá flestum kvikmyndaunnendum. Eins og flestir ættu að geta giskað á fór allt í handaskol- unum hjá fjórmenningunum, enda óvanir slíkum ránum og gerðu því fjölmörg fyrirsjáanleg mistök sem áttu eftir að koma þeim í koll. En sjón er sögu ríkari ... Sönn saga af sérstöku ráni Fjórmenningarnir láta til skarar skríða. l American Animals hefur fengið topp- dóma og er með 7,1 í meðaleinkunn frá tæplega 15 þúsund notendum Imdb. l Myndin hefur enn fremur gert það gott á ýmsum kvikmyndahátíðum og var t.d. tilnefnd til dómnefndarverð- launanna á Sundance-hátíðinni í vetur. l American Animals er fyrsta bíómynd leikstjórans og handritshöfundarins Barts Layton, en hann var fyrir gerð hennar þekktur fyrir heimildarmyndir sínar, þ. á m. hina frábæru mynd The Imposter sem hlaut fjölmörg verðlaun, þ. á m. sem besta myndin á Óháðu bresku verðlaunahátíðinni 2012. Punktar ............................................................................................ HHHHH - The Guardian HHHHH - Total Film HHHHH - Variety HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - Screen HHHH - Entert. Weekly HHHH - Telegraph HHHH - L.A. Times HHH 1/2 - Washington Post

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=