Myndir mánaðarins, október 2018
27 Myndir mánaðarins Númer 4 Þættir 13–16 Astrid Lindgren Ræning jadóttir Íslensk talsetning sigurvegari INTERNATIONAL EMMY ® KIDS AWARDS 26. október 100 mín Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Ronju ræningjadóttur Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þessi 26 þátta teiknimyndasería, sem byggð er á hinni víðfrægu og ástsælu bók Astridar Lindgren, hefur verið sýnd á RÚV og er eftir japanska listamanninn Gorô Miyazaki, son Hayaos Miyazaki sem gerði m.a. Spirited Away og Princess Mononoke . Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur kom út árið 1981 og skipaði sér þegar í flokk með bestu bókum Astridar Lindgren, þ. á m. bókunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti. Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu um- hverfis kastalann þar semalls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra sínum, strák sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar, breytist allt ... Þessi útgáfa inniheldur þætti 13 til 16 sem hver fyrir sig er 25 mínútur að lengd. Þess má geta að þættirnir hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaunin 2016 í flokki teiknaðs barnaefnis. Ævintýrið um Ronju í nýjum búningi Ronja ræningjadóttir – Christmas All Over Again 26. október 68 mín Aðalhl.: Sean Ryan Fox, Joey Lawrence, Armani Jackson og Amber Frank Leikstjórn: Christy Romano Útg.: Myndform VOD Fjölskyldumynd Þegar Eddie vaknar á jóladagsmorgun drífur hann sig strax inn í stofu til að opna jólapakkana sína eins og hann hefur alltaf gert. Hann verður því fyrir miklum vonbrigðum þegar hann uppgötvar að í ár fær hann engar gjafir. Christmas All Over Again er lauflétt fjölskyldu- og jólamynd semgengur út á gamal- kunnugt stef því þótt Eddie fái skýringar á pakkaskortinum óskar hann sér að hann gæti vaknað aftur sama morguninn og tekið upp pakkana eins og hann hefur vanist að gera frá unga aldri. Fyrir töfra rætist ósk hans, eða a.m.k. að hluta til, því næsta morgun vaknar hann aftur á jóladagsmorgun. Hins vegar breytist það ekki að pakkana vantar og því verða vonbrigðin þau sömu og áður. Það sem er verra er að upp frá þessu vaknar hann alltaf upp á þessum sama jóladegi og alltaf án þess að fá pakka. Hvað getur hann gert til að aflétta þessum álögum? Jólin koma – aftur og aftur Sean Ryan Fox leikur Eddie sem vaknar stöðugt á sama degi, jóladegi, og upp- götvar að í ár fær hann engar gjafir. Armani Jackson leikur vin hans, Taz.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=