Myndir mánaðarins, október 2018
28 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Gamanmyndin Overboard segir frá því aðþegarhrokafullimilljónamæringurinn Leonardo fellur drukkinn fyrir borð af snekkju sinni og skolar síðan minnis- lausum í land ákveður fyrrverandi ræsti- tæknirhans,Kate,aðnýtasérminnisleysi hans og telja honum trú um að þau tvö séu hjón! Skemmtilegur farsi fyrir alla. Coco er nítjánda mynd Pixar-teikni- myndarisans í fullri lengd og er rómuð sem ein besta teiknimynd fyrirtækisins til þessa. Myndin hlaut bæði Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlaunin sem besta teiknimynd ársins auk þess sem aðallag hennar, Remember Me , hlaut Óskarinnsembestakvikmyndalagársins. Þegar breska leyniþjónustan uppgötvar að rússneskur hryðjuverkamaður hefur komist yfir öflugt og stórhættulegt vopn og hyggst nota það til að fremja hryðjuverk í London er John Stratton fenginn til að redda málunum. Myndin sækir efnivið sinn í bækur breska rit- höfundarins Duncans Falconer. Ævintýramyndin og vísindaskáldsagan A Wrinkle in Time er byggð á frægri bók bandaríska rithöfundarins Madeleine L’Engle og segir frá ævintýraferð Meg Murry, bróður hennar Charles og vinar þeirraCalvins ígegnumtímaogrúm í leit að föðursystkinannasemhvarfsporlaust nokkrum árum fyrr. Georgeeralbínó-górilla íeigudýrafræð- ingsins Davis Okoye sem jafnframt er hans besti vinur enda hefur myndast á milli þeirra einstakt vináttusamband. En þegar George veikist af ókunnum sjúkdómi sem veldur ofsavexti og miklum skapsveiflum byrja hlutirnir heldur betur að fara úr böndunum. Hópur þjófa skipuleggur viðamikið peningarán en um leið nálgast kraft- mesti fellibylur allra tíma ránsstaðinn og ógnar bæði þeim og lögreglunni. Þeir sem vilja spennu og mikinn hasar ættu að leigja sér The Hurricane Heist semernánasteinsamfelldrússíbanareið frá upphafi til enda. Blockers þykir afar fyndin og skemmtileg mynd en hún segir frá þeim Lisu, Mitchell og Hunter sem uppgötva að dætur þeirra hafa bundist samkomulagi um að missa meydóminn eftir útskriftarball menntaskólans og ákveða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að svo verði. Kanínuskólinn er enginn venjulegur skóli heldur læra kanínurnar þar að verða páskakanínur sem skreyta egg og fela þau fyrir mannfólkinu sem leitar þeirra á páskum. Þær gegna einnig því hlutverki að gæta fjöreggs páskakanínanna sem gráðugir refir reyna í sífellu að komast yfir. Það má þeim alls ekki takast! Gamandramað Lady Bird er að margra mati ein af skemmtilegustu myndum ársins 2017 en hún hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar og var t.d. tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, fernra Golden Globe-verðlauna og þrennra BAFTA-verðlauna. Þetta er mynd í sérflokki sem allir ættu að sjá. Þrælgóð sakamálamynd um Jill LeBeau, enhúnerpersónulegaðstoðarkona leik- konunnar og stórstjörnunnar Heather Anderson sem þarf að þola stöðugt áreiti frá fjölmiðlum, ljósmyndurum og aðdá-endum. Nótt eina er Heather myrt heima hjá sér og um leið breytist líf Jill í martröð semætlar engan enda að taka. Ready Player One er nýjasta mynd Stevens Spielberg en hún er gerð eftir geysivinsælli verðlauna- og metsölubók Ernest Cline. Þetta er einstaklega frum- legt og viðburðaríkt ævintýri og vísinda- skáldsaga sem gerist að mestu í hinni stórfenglegu tölvuveröld Oasis þar sem fjölmargir þekktir karakterar búa. AQuietPlace gerist ínáinni framtíðþegar einhvers konar óvættir hafa náð jörðinni á sitt vald og útrýmt meirihluta mann- kyns. Þeir sem eftir lifa eru í bráðri lífs- hættu og þurfa að gæta þess að gefa ekki frásérneinhljóðþvíefþaugeraþað þá ráðast skrímslin á þau. En hvernig er hægt að lifa án þess að gefa frá sér hljóð? Hin skemmtilega saga rithöfundarins Romains Puertolas um Ajatashatru Oghash Rathod sem þóttist vera fakír og plataði heimafólk sitt í bænumRajasthan á Indlandi til að láta sig fá peninga svo hann gæti farið til Parísar að kaupa alvöru naglarúm í IKEA er nú orðin að bíómynd sem allir í fjölskyldunni skemmta sér yfir. Juliet Ashton er ungur og upprennandi rithöfundur í London árið 1946 sem í gegnum bréfaskipti við einn af með- limum Bókmennta- og kartöfluböku- félags Guernsey-eyjar fær mikinn áhuga á að kynna sér reynslu eyjarskeggja og ákveður að skella sér í heimsókn og skoða málið persónulega. Í nítjándu Marvel-myndinni og um leið þriðju Avengers -myndinni mæta flestar þær ofurhetjur sem við höfum kynnst í Marvel-myndunum til leiks í baráttunni við hinn öfluga Thanos sem kominn er til Jarðar ásamt sínum ómennska her til að finna svokallaða „eilífðarsteina“. Það má honum ekki takast! Hinn tíu ára gamli Jón Jónsson keppir með liði sínu Fálkum á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Myndin er byggð á samnefndri met- sölubók Gunnars Helgasonar. Bræðurnir Erik og Atli eru við fyrstu sýn ólíkir að upplagi en hafa samt báðir komið sér í mikinn og bráðan fjárhagsvanda, hvor á sinn hátt. Þegar þeir sammælast um að leysa málin með því að fá unga pólska stúlku til að smygla fyrir þá eiturlyfjum innvortis til Íslands hefst þrautaganga þeirra þó fyrir alvöru! Teiknimyndin um stóra, sterka en góð- hjartaða nautið Ferdinand er frá þeim sömu og gerðu Ísaldar - og Rio - myndirnar og hefst þegar Ferdinand er bara lítill kálfur. Þegar örlögin haga því svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast þarf hann að finna leiðina heim áður en það er of seint. Frábær mynd um unga konu, Katherine, sem seld er í ástlaust hjónaband um miðja nítjándu öld. Lady Macbeth hefur hlotið afar góða dóma og fjölmörg verðlaun,m.a.Óháðubreskukvikmynda- verðlaunin fyrir besta handrit, bestu kvikmyndatöku, bestu búninga og fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. Fjölskyldumynd Ævintýri/hasar Spenna/hasar Spenna/hasar Rómantík/drama Ævintýri/hasar Spennumynd Gamanmynd Teiknimynd Teiknimynd Ævintýri Gamanmynd Gamanmynd Sakamálamynd Drama/glæpasaga Tryllir Gamandrama Teiknimynd Ævintýri/hasar Víti í Vestmannaeyjum Stratton Avengers: InfinityWar The Hurricane Heist Vargur Rampage Kanínuskólinn Coco Bókmennta- og kartöflubökuf. AWrinkle in Time Blockers Ævintýri fakírsins sem ... Ferdinand Lady Bird Gemini Ready Player One A Quiet Place Lady Macbeth Overboard Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum Steinaldarmaðurinn er mjög fyndin leirbrúðumynd eftir Nick Park, aðal- höfund myndanna um hrútinn Hrein og vini hans. Hér segir frá steinaldarungl- ingnum Dug sem lendir í kröppum dansi þegar hann þarf ásamt sínu fólki að sigra bronsaldarkónginn Nooth í knattspyrnu-leik. Takist það ekki er voðinn vís! Wade Wilson, öðru nafni Deadpool, er mættur til leiks á ný og glímir nú við hinn öfluga tímaferðalang Nathan Summers, ensáerbeturþekktursemhálfvélmennið Cable og er kominn úr framtíðinni til að gera út af við ungan dreng, Russell Coll- ins. Deadpool skerst að sjálfsögðu í þann leik enda má hann ekkert aumt sjá. Ofurhetjur/hasar Fjölskyldumynd Steinaldarmaðurinn Deadpool 2
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=