Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Bíó

21 Myndir mánaðarins Overlord Láttu óttann ekki yfirbuga þig Aðalhlutverk: Jovan Adepo, Wyatt Russell, Mathilde Ollivier, Pilou Asbæk, Jacob Anderson, Dominic Applewhite, Iain De Caestecker, John Magaro og BokeemWoodbine Leikstjórn: Julius Avery Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 110 mín Frumsýnd 9. nóvember l Sagan í myndinni er eftir leikstjórann og framleiðandann J.J. Abr- ams ( Super 8 , Star Trek into Darkness , Star Wars: The Force Awakens , 10 Cloverfield Lane , Mission Impossible: Fallout ) og Billy Ray sem skrifaði m.a. handrit myndanna Flightplan , State of Play og Captain Phillips . Billy tók síðan að sér að skrifa handritið að Overlord ásamt Mark L. Smith sem á m.a. að baki handritin að Vacancy , The Hole og Óskarsverðlaunamynd Alejandros G. Iñárritu The Revenant . Overlord hefst á D-deginum svokallaða, 6. júní 1944, þegar Bandamenn gerðu innrás í Normandy. Dagskipun sveitar fall- hlífarhermanna, sem er ætlað að kasta sér út handan víglín- unnar og gera einn af fjarskiptaturnum Þjóðverja óvirkan, fer fyrir lítið þegar flugvél þeirra er sprengd í tætlur. Flestir her- mannanna farast en þeirra sem lifa af bíður enn erfiðari raun. Stríðs- og stórspennumyndin Overlord er í leikstjórn Julius Avery sem sendi síðast frá sér hina þrælgóðumynd Son of aGun árið 2014. Í þetta sinn vinnur hann með framleiðandanum J.J. Abrams og færir okkur verulega hrollvekjuskotnamynd sem fengið hefur mjög góða dóma þeirra sem kunna að meta slíkar myndir. Eftir magnað upphafsatriði erum við stödd handan víglínu Þjóðverja þar sem nokkrir af hermönnunum, sem náðu að henda sér út í fallhlíf þegar flugvélin hrapaði, koma niður heilir á húfi. Þeirra skylda er að ljúka verkinu sem þeim var falið, þ.e. að eyðileggja einn af fjarskiptaturn- umÞjóðverja í litlumbæþar sem allt er krökkt af nasistum. Útlitið er því ekki gott fyrir okkar menn og ekki skánar það þegar þeir og bandamenn þeirra uppgötva hús í bænum þar sem efnatilraunir Þjóðverja hafa skapað nýja tegund af blóðþyrstumuppvakningum ... Overlord hefst á frábæru hasaratriði þegar flugvél fallhlífarhermann- anna verður fyrir kúlnahríð með þeim afleiðingum að hún hrapar. Overlord Stríð / Tryllir Punktar .................................................... Kurt Russell og Goldie Hawn. Veistu svarið? Wyatt Russell, sem leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni, hóf leikferil sinn aðeins tíu ára gamall árið 1996 og hefur leikið í mörgum myndum. Hann á ekki langt að sækja leiklistarhæfileikana enda sonur heimsfrægra leikara. Hver eru þau? Mathilde Ollivier sem franska andspyrnukonan Chloe og Jovan Adepo sem hermaðurinn Boyce í einu af háspennuatriðum myndarinnar. Wyatt Russell leikur hermanninn Ford sem hefur séð það svart áður.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=