Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Bíó

22 Myndir mánaðarins The Girl in the Spider’s Web Fortíðin gleymir engu Aðalhlutverk: Claire Foy, Sverrir Guðnason, LaKeith Stanfield, Sylvia Hoeks, Stephen Merchant, Claes Bang, Christopher Convery, Synnøve Macody Lund og Vicky Krieps Leikstjórn: Fede Alvarez Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Kringlunni og Borgarbíó Akureyri 117 mín Frumsýnd 9. nóvember l Með hlutverk Lisbeth í þetta sinn fer enska leikkonan Claire Foy og í hlutverki Mikaels er nú Íslendingurinn Sverrir Guðnason sem síðast túlkaði Björn Borg snilldarlega í myndinni Borg McEnroe . Um leikstjórnina sá hins vegar Fede Alvarez semgerði m.a. myndina Evil Dead og sendi síðast frá sér spennutryllinnmagnaða, Don’t Breathe . l Þess má geta að til stendur að kvikmynda fimmtu bókina, Mannen som sökte sin skugga , en hún nefnist á ensku The Girl Who Takes an Eye for an Eye og Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið í íslenskri þýðingu. Þau Lisbeth Salander og blaðamaðurinn Mikael Blomkvist snúa aftur í bíó 9. nóvember og takast nú á við flókið glæpamál og ráðgátu þar sem miskunnarlausir morðingjar, tölvuhakk- arar, og spilltir útsendarar yfirvalda koma við sögu ásamt tví- burasystur Lisbeth sem reynist hennar erfiðasti andstæðingur. The Girl in the Spider’s Web er gerð eftir fjórðu bókinni um þau Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist en hún kom út árið 2015 og er eftir rithöfundinn David Lagercrantz sem var fenginn til að halda áfram með söguna um þessar persónur sem Stieg Larsson skapaði í bókunum Karlar sem hata konur , Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi , áður en hann féll frá árið 2005. Bókin, sem heitir á sænsku Det som inte dödar oss og þykir afar góð, kom út í íslenskri þýðingu Höllu Kjartansdóttur undir heitinu Það sem ekki drepur mann . Við förum ekki nánar út í söguþráðinn hér af tillitssemi við þá sem hafa ekki lesið bókina enda er sagan uppfull af óvæntum atburðum og fléttum sem langskemmtilegast er að láta koma sér á óvart ... Enska leikkonan Claire Foy hefur nú tekið við hlutverki Lisbeth Salander. The Girl in the Spider’s Web Spenna / Hasar / Ráðgáta Punktar .................................................... The Crown. Veistu svarið? Enska leikkonan Claire Foy hefur leikið í ýmsum myndum, þ. á m. eiginkonu Neils Armstrong í First Man . Segja má þó að hún hafi vakið einna mesta athygli í sjónvarpsþáttunum Upstairs Downstairs og sem Elízabet drottning í sjónvarpsþáttunum ...? Sverrir Guðnason leikur helsta bandamann Lisbeth Salander, blaða- manninn Mikael Blomkvist, sem glímir líka við sín eigin vandamál. Myndin var að stórum hluta tekin upp í Stokkhólmi og nágrenni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=