Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Bíó

24 Myndir mánaðarins Grinch Sígilt jólaævintýri í nýjum búningi Íslensk talsetning: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Selma Rún Rúnars- dóttir, Jón Jónsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ívan Rökkvi Elíasson, Ævar Þór Benediktsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þorsteinn Ari Þorsteinsson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Rakel María Gísladóttir Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskóla- bíó, Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Keflavík og Borgarbíó Akureyri 90 mín Frumsýnd 9. nóvember Hin sígilda saga dr. Seuss um ótuktina Trölla sem ákvað að stela jólunum frá íbúumHver-bæjar kemur í bíó 9. nóvember í ferskum og mjög fyndnum búningi teiknimyndafyrirtækisins Illumination semgerðim.a. Aulinnég -myndirnar,myndina vin- sælu um litlu gulu Skósveinana , Syngdu og Leynilíf gæludýra . Munaðarleysinginn Trölli býr ásamt hundinum sínum Max í helli á toppi fjalls fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar íbúar bæjarins skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir, syngja og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunum þannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafnfúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann gleymir að reikna með er að þótt hann geti stolið því efnislega sem tengist jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá? Myndin verður sýnd með íslensku og ensku tali en þar talar Bene- dict Cumberbatch fyrir Trölla. Ámeðal annarra sem ljá persónunum raddir sínar í ensku talsetningunni eru Angela Lansbury, Rashida Jones, Kenan Thompson, Cameron Seely og Pharrell Williams. Grinch Teiknimynd

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=