Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Bíó
26 Myndir mánaðarins Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Örlög eins eru örlög allra Aðalhlutverk: Eddie Redmayne, Katherine Waterston, Dan Fogler, Johnny Depp, Jude Law, Alison Sudol, Ezra Miller, Zoë Kravitz og Callum Turner Leikstjórn: David Yates Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 134 mín Frumsýnd 16. nóvember l Eins ogmargir vita eigum við Íslendingar dálítið í þessari mynd því þeir Ólafur Darri Ólafsson og Ingvar Eggert Sigurðsson leika í henni persónur sem heita Skender og Grimmson. Við hér á Myndum mánaðarins vitum lítið meira um þessar persónur eða hvaða áhrif þær hafa á söguna og bíðum eins og aðrir spennt eftir að uppgötva það. Þess má geta að Ingvar sést í einni stiklunni en ekki Ólafur. l Eins og í fyrstu myndinni er það David Yates sem leikstýrir en hann leikstýrði einnig Harry Potter -myndunum Order of the Phoenix , The Half-Blood Prince og Deathly Hallows 1 og 2 . David mun einnig leik- stýra næstu þremur Fantastic Beast -myndunum sem áætlað er að frumsýna á tveggja ára fresti héðan í frá, þ.e. 2020, 2022 og 2024. Þegar galdramaðurinn og ógnvaldurinn Gellert Grindelwald sleppur úr haldi og byrjar að safna liði til að geta komið valda- sjúkum áformum sínum í framkvæmd fær Albus Dumbledore Newt Scamander til að fara í málið ásamt vinum sínum því fyrirætlanir Gellerts verður að stöðva – hvað sem það kostar. Það bíða sjálfsagt margir eftir að sjá þessa aðra mynd úr Fantastic Beast -myndaflokknum, en hann er eins og flestir vita höfundarverk rithöfundarins J. K. Rowling sem samdi Harry Potter -bækurnar. Þessi nýja mynd gerist nokkrum árum eftir atburði fyrstu myndar- innar sem var frumsýnd fyrir tveimur árum og við hittum á ný allar helstu persónur hennar auk margra nýrra, bæði bandamenn Alb- usar ogNewts Scamander svo ogþá semfylgjaGellert Grindelwald að málum, en hann ætlar sér ekki bara yfirráð yfir veröld galdranna heldur einnig yfir veröld manna. Línur eru dregnar á milli þessara fylkinga en það er ekki fyrr en valdabaráttan hefst fyrir alvöru sem í ljós kemur hverjum er hægt að treysta og hverjum ekki ... KatherineWaterston og Eddie Redmayne leika á ný þau Tinu Gold- stein og Newt Scamander sem nú þurfa að taka á öllu sem þau eiga. Ævintýri / Galdrar Punktar .................................................... Richard Harris og Michael Gambon. Veistu svarið? Hinn mikli galdramaður Albus Dumbledore er hér leikinn af Jude Law og er sennilega eina persónan sem enn hefur sést í Fantastic Beast -myndunum sem var líka ein af aðalpersónunum í Harry Potter - myndunum. Hvaða tveir leikarar léku hann í þeim? Jude Law leikur Albus Dumbledore, læriföður Newts Scamander. Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Johnny Depp í hlutverki sínu sem ógnvaldurinn Gellert Grindelwald.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=