Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Bíó
30 Myndir mánaðarins The Old Man & the Gun Næstum því sönn saga Aðalhlutverk: Robert Redford, Casey Affleck, Sissy Spacek, Danny Glover, TomWaits, Tika Sumpter og Ari Elizabeth Johnson Leikstjórn: David Lowery Bíó: Háskólabíó 93 mín Frumsýnd 30. nóvember l The Old Man & the Gun hefur verið sýnd á nokkrum kvikmynda- hátíðum beggja vegna Atlantshafsins og hlotið afar góða dóma gagnrýnenda og áhorfenda. Hún er þegar þetta er skrifað með 8,0 í meðaleinkunn hjá Metacritic, 90% „fresh“ á Rotten Tomatoes og 7,4 í meðaleinkunn tæplega 1.900 notenda Imdb.com. l Robert Redford, sem varð 82 ára í ágúst og á 58 ára feril að baki sem leikari, hefur látið hafa eftir sér að The Old Man & the Gun sé síðasta myndin sem hann leikur í og að hann hefði viljað ljúka ferl- inum með léttri gamanmynd sem flestir gætu haft gaman af. The Old Man & the Gun er lauslega byggð á sögu bankaræn- ingjans Forrests Tucker semvar fyrst dæmdur í fangelsi 15 ára gamall en náði að flýja átján sinnum úr fangelsi (í rúmlega 30 flóttatilraunum) og tók ætíð strax upp sína fyrri uppáhalds- iðju, þ.e. bankarán – þangað til honum var stungið inn aftur. Sagan um Forrest Tucker er hér sögð á gamansaman hátt og gerist að mestu eftir að hann flýr á ótrúlegan hátt úr San Quentin-fang- elsinu. Forrest, sem virtist ekki síður njóta þess að láta lögregluna eltast við sig en að ræna banka, tekur þegar upp fyrri iðju og er fljótlega orðinn einn eftirlýstasti maðurinn í landinu. En Forrest hefur bara gaman af því, staðráðinn í að ræna enn fleiri banka ... Sissy Spacek og Robert Redford í hlutverkum sínum sem þau Jewel og margdæmdi bankaræninginn og flóttamaðurinn Forrest Tucker. The Old Man & the Gun Gamandrama / Sannsögulegt Punktar .................................................... Casey Affleck leikur alríkislögreglumanninn John Hunt sem er á eftir Forrest Tucker en þykir jafnframt mikið til hans koma. Ordinary People. Veistu svarið? Robert Redford, sem hér með er sestur í helgan stein, er margverðlaunaður og hlaut m.a. tvenn Óskarsverðlaun á ferlinum, annars vegar fyrir framlag sitt til kvikmyndanna árið 2002 og hins vegar árið 1981 fyrir leikstjórn á ... hvaða mynd? TomWaits leikur Waller, vin og vitorðsmann Forrests Tucker. HHHHH - Observer HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH - IGN HHHH - Entert.W. HHHH - IndieWire HHHH - TheGuardian HHHH - Screen International HHHH - TheNewYorker
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=