Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Bíó
8 Myndir mánaðarins Escape Room heitir vægast sagt áhugaverður tryllir sem frumsýndur verður í kvikmyndahús- um annað hvort í janúar eða febrúar og er eftir leikstjórann Adam Robitel sem gerði m.a. myndina The Taking of Deborah Logan árið 2014. Myndin segir frá sex ungmennum sem þekkjast ekkert innbyrðis en fá öll sendan dularfullan pakka sem reynist innihalda áskor- un um að mæta á ákveðinn stað og taka þar þátt í þrautakeppni þar sem milljón dollarar eru í boði fyrir sigurvegarann. Ungmennin sex freistast til að mæta á staðinn og komast ekki að því fyrr en það er orðið of seint að þar með hafa þau gengið í sannkallaða dauðagildru. Fyrsta stiklan úr myndinni var frumsýnd fyrir skömmu og hvetjum við alla til að kíkja á hana, enda mjög góð. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar segir máltækið og það má til sanns vegar færa í tilfelli Óskarsverðlauna- leikstjórans Dannys Boyle sem eftir að hafa hætt við að leikstýra næstu James Bond -mynd síðastliðið sumar gat þá snúið sér að krafti að gerð annarrar myndar og hafa tökur á henni staðið yfir að undanförnu í Los Angeles og á ýmsum stöðum í Englandi. Myndin hefur ekki hlotið heiti og við vitum ekki um hvað hún er en í aðalhlutverkum eru þær Lily James, Ana de Armas og Kate McKinnon auk þess sem sjálfur Ed Sheer- an er ofarlega á lista yfir helstu karlleikarana. Hins vegar er nokkuð ljóst að um gamanmynd er að ræða enda er handritið eftir Richard Curtis sem skrifaði m.a. handrit myndanna Notting Hill og Four Weddings and a Funeral og bæði skrifaði og leikstýrði myndunum Love Actually , The Boat That Rocked og About Time . Reyndar herma sögusagnir aðmyndin muni heita All You Need is Love og snúast í kringum tónlist Bítlanna og fengu þær sögusagnir óneitanlega byr undir báða vængi þegar Danny Boyle mætti ásamt tökuliði á hina frægu götu Penny Lane í Liverpool á dögunum til að taka upp a.m.k. eitt atriði myndarinnar, en innfellda ljósmyndin hér fyrir ofan var einmitt tekin við það tækifæri. Þess ber að geta að til stendur að frumsýna myndina næsta sumar, sennilega í júlí. Þetta eru þau Jamie Lee Curtis, Chris Evans, Daniel Craig, Ana de Armas, Michael Shannon og Don Johnson sem leika munu aðalhlutverkin í nýjustu mynd leikstjórans og handritshöfundarins Rians Johnson, Knives Out , sem til stendur að hefja tökur á í lok nóvember. Við vitum ekki hver söguþráðurinn er en hermt er að þetta sé„nútíma morðgáta í sígildum hver-er-morðinginn“-stíl og segir sagan að Daniel Craig leiki einhvers konar samtíma Hercule Poirot-lögreglumann sem fær það verkefni að leysa gátuna. Rian, sem gerði m.a. myndirnar The Brothers Bloom , Star Wars: The Last Jedi og Looper er ekki óvanur dularfullum gátum því fyrsta mynd hans, Brick (2005), var einmitt um ungan mann sem ákvað að rannsaka vægast sagt dularfullt hvarf fyrrverandi unn- ustu sinnar og lenti heldur betur í hremmingum í þeirri rannsókn. Brick fékk frábæra dóma á sínum tíma og fjölmörg verðlaun og eru aðdáendur Rians vongóðir um að það sama verði uppi á teningnum með Knives Out . Frumsýningardagur er að sjálfsögðu óákveðinn en myndin verður tæplega tilbúin fyrr en eitthvað er liðið á árið 2020. Þeir Seth Rogen, Michael Keaton og Johnny Depp munu leika aðal- hlutverkin í væntanlegri mynd leikstjóranna Glenns Ficarra og Johns Requa ( Crazy, Stupid Love , Whiskey Tango Foxtrot , I Love You Phillip Morris ) sem nefnist King of the Jungle . Hún fjallar um forritarann John McAfee sem skrifaði samnefnt vírusvarnarforrit, stofnaði fyrirtækið McAfee Associates og byggði upp mikið viðskiptaveldi í kringum það á árunum 1987 til 1994. Þá seldi hann sinn hlut í fyrirtækinu og flutti til Mið-Ameríkuríkisins Belize þar sem hann bjó um sig í borginni Orange WalkTown. Þar átti hann síðan eftir að lenda í miklumvandræðum, m.a. þeim að vera grunaður um að hafa myrt, eða látið myrða, nágranna sinn, Gregory Viant Faull, sem fannst látinn við hús sitt 11. nóvember 2012. Þetta leiddi til þess að John flúði frá Belize til nágrannaríkisins Guatemala þar sem hann óskaði eftir hæli. Því var hafnað og þar sem John hafði komið inn í landið ólöglega var ákveðið að senda hann aftur til Belize. Þá ákvað John að grípa til sannkallaðra örþrifaráða sem við förum ekki nánar út í hver voru hér. Hermt er að þessari sögu Johns verði gerð skil á gamansaman hátt í myndinni en handritið er byggt á greininni John McAfee’s Last Stand sem blaðamaðurinn Joshua Davis skrifaði og birti á vefritinuWired.com þar sem hún er enn aðgengileg. Bíófréttir – Væntanlegt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=