Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
10 Myndir mánaðarins Love, Simon Vertu sá sem þú ert Aðalhlutverk: Nick Robinson, Jennifer Garner, Josh Duhamel, Katherine Langford, Alexandra Shipp, Jorge Lendeborg Jr., Logan Miller, Keiynan Lonsdale og Talitha Bateman Leikstjórn: Greg Berlanti Útgefandi: Síminn og Vodafone 110 mín Chloë Grace Moretz. 1. nóvember l Love, Simon hefur eins og sést hér fyrir ofan hlotið afar góða dóma gagnrýnenda og er með 7,2 í meðaleinkunn á Metacritic, 9,2 á Rotten Tomatoes og 7,7 hjá meira en 61 þúsund notendum Imdb. l Hinn rúmlega tvítugi Nick Robertson sem leikur Simon er án nokkurs vafa eitt mesta leikaraefni Bandaríkjanna í dag en hann lék í sinni fyrstu bíómynd fyrir aðeins fimm árum. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sín í Jurassic World , The 5th Wave, Being Charlie og Everything Everything og með frammistöðu sinni í Love, Simon þykir hann sýna og sanna leikhæfileika sína svo um munar. Simon er ungur maður í menntaskóla sem segja má að búi að öllu því besta. Hann á vel stæða og ástríka foreldra og fjöl- skyldu, stóran og sterkan vinahóp og hefur alla burði til að koma ár sinni vel fyrir borð í lífinu. Það er bara eitt vandamál. Bíómyndin Love, Simon eftir Greg Berlanti ( Life as We Know It ) er byggð á skáldsögunni Simon vs. the Homo Sapiens Agenda sem kom út 2015 og er eftir Becky Albertalli. Bókin vakti mikla athygli, flaug inn á metsölulista The New York Times og hlaut m.a. banda- rísku William C. Morris-verðlaunin árið 2016 sem besta fyrsta bók höfundar. Það er samdóma álit þeirra sem lesið hafa bókina og síðan séð myndina að hún sé sérlega vel heppnuð, fyndin og róm- antísk en um leið raunsæ og áhrifarík. Þetta er með öðrum orðum mynd sem óhætt er að mæla heilshugar með við allt kvikmynda- áhugafólk og vonandi lætur enginn hana fram hjá sér fara ... Nick Robinson þykir sýna frábæran leik í aðalhlutverki Love, Simon og er án nokkurs vafa upprennandi stórstjarna í kvikmyndaheiminum. Simon ásamt hinum trausta vinahóp sínum í myndinni. Love, Simon Jennifer Garner og Josh Duhamel leika hina jákvæðu foreldra Simonar. Gamanmynd / Rómantík Punktar .................................................... Veistu svarið? Eins og fram kemur í punktunumhér til hægri hefur Nick Robertson m.a. leikið í myndunum Jurassic World , Everything Everything, Being Charlie og The 5thWave . Hvaða unga og hæfileikaríka leikkona lék aðalhlutverkið í síðastnefndu myndinni? HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH 1/2 - Chic. Sun-Times HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - E.W. HHHH - Empire HHHH - Time Out HHHH - Guardian HHHH - Variety VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=