Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
12 Myndir mánaðarins 2. nóvember 87 mín Aðalhl.: Walter Vincent, Richard Kind, David Zayas og Stef Dawson Leikstj.: Jeremy Profe Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Þann 8. desember 1980 var John Lennon skotinn til bana fyrir utan Dakota- bygginguna í New York. Þessi mynd segir frá því sem gerðist strax eftir það. Í verðlaunamyndinni The Lennon Report eftir Jeremy Profe er brugðið upp sann- ferðugu ljósi á hvað gerðist á milli þess að John Lennon var skotinn og þess að dauði hans var kominn í heimsfréttirnar. Lögreglumennirnir sem komu fyrstir á vettvang árásarinnar ákváðu að bíða ekki eftir sjúkrabíl heldur fluttu John sjálfir á bráðamóttöku St. Luke’s-Roosevelt-spítalans í aftursæti bifreiðar sinnar og vissi starfsfólk spítalans ekki hver hinn slasaði var fyrr en eftir að tilraunir til að bjarga lífi hans voru hafnar. Á göngum sjúkarhússins var fréttamaðurinn Alan Weiss og beið aðhlynningar eftir að hafa slasast á fæti í mótorhjólaslysi fyrr um kvöldið. Hann áttaði sig fljótlega á að þarna var sennilega komin ein stærsta frétt ársins, en á sama tíma var starfsfólk sjúkrahússins bundið trúnaði og mátti ekkert upplýsa ... Það sem gerðist svo ... Walter Vincent leikur fréttamanninn Alan Weiss sem beið aðhlynningar á göngum sjúkrahússins þegar komið var með John Lennon á bráðadeildina. l Myndin gerist öll að kvöldi 8. desember 1980 og þykir sviðsetning hennar frá- bær þannig að áhorfendur fá mjög nákvæma mynd af aðstæðunum þetta kvöld. l Mark Chapman skaut í allt fimm skotum að John Lennon af um þriggja metra færi og hæfðu fjögur þeirra John í bakið. l Á þessum tíma voru auð- vitað engir farsímar við höndina eða net þannig að það tók sinn tíma áður en fréttin af skotárásinni og dauða Johns var stað- fest af yfirvöldum. Punktar ............................................................................................ The Lennon Report – Alvinnn!!! og íkornarnir Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ Barnaefni Alvinnn!!! og íkornarnir 2. nóvember Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform 88 mín VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=