Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

13 Myndir mánaðarins 2. nóvember 86 mín Aðalhlutverk: Aria Emory, Drew Harwood og Monique Rosario Leikstjórn: Chris von Hoffmann Útg.: Myndform VOD Tryllir Tveir bræður á flótta undan yfirvöldum leita skjóls í litlum eyðimerkurbæ og komast fljótlega að því að þar með hafa þeir farið úr öskunni í eldinn. Drifter er fyrstabíómynd leikstjórans oghandritshöfundarins Chris vonHoffmann sem á þó fjölda stuttmynda að baki. Myndin gerist í óræðri framtíð þar semm.a. gangfær farartæki og orka til að knýja þau eru orðin sjaldséð fyrirbrigði. Bræð- urnir Miles og Dominic Pierce eru nokkurs konar útlagar sem koma til smábæjar í eyðimörkinni og ákveða að leita þar skjóls um stund og hvíla sig á flóttanum. Þeir vita auðvitað ekki að íbúar bæjarins eru ekki eins og fólk er flest heldur hreinræktuð illmenni og brjálæðingar sem m.a leggja sér mannakjöt til munns. En teningunum er kastað og þeir bræður verða að gjöra svo vel að takast á við þennan ófyrirleitna mannskap sem ætlar alls ekki að sleppa þeim lifandi ... Úr öskunni í eldinn Aria Emory leikur annan bræðranna, Miles Pierce, í Drifter . Drifter Ryan Gosling hafði nóg að gera í október við að kynna nýjustu mynd sína, First Man . Hér veifar hann til aðdáenda í New York þegar hann mætti í viðtal við Jimmy Kimmel. Chris Pratt þarf að halda sér í formi enda margt á döfinni hjá honum á næstunni, þ. á m. þriðja Jurassic World -myndin. Hér er kappinn á hjólinu í blíðunni í Los Angeles ummiðjan október. Fyrirsætan, leikkonan og framleiðandinn Heidi Klum undirbjó sig snemma í október undir uppáhaldsdaginn sinn, 31. október, með því að kaupa alveg fullt af hrekkjavökudóti.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=