Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

16 Myndir mánaðarins The Spy Who Dumped Me Er nauðsynlegt að skjóta þær? Aðalhlutverk: Mila Kunis, Kate McKinnon, Sam Heughan, Justin Theroux, Gillian Anderson, Ivanna Sakhno, Justine Wachsberger og Ólafur Darri Ólafsson Leikstjórn: Susanna Fogel Útgefandi: Myndform 116 mín Saturday Night Live. 8. nóvember l The Spy Who Dumped Me er önnur mynd leikstjórans Susönnu Fogel í fullri lengd en sú fyrri, Life Partners , var frumsýnd árið 2014 og þykir afar góð mynd í alla staði og mjög fyndin – eins og þessi. l Okkar maður, Ólafur Darri Ólafsson leikur aukahlutverk í mynd- inni, finnskan bakpokaferðalang, en við látum áhorfendum að sjálf- sögðu eftir að uppgötva hvaða áhrif hann hefur á atburðarásina. Áhorfendur sem vilja sjá fjörugan grínhasar ættu ekki að láta The Spy Who Dumped Me fram hjá sér fara þar sem tvær af vinsælustu leikkonum Bandaríkjanna þurfa að snúa bökum saman í baráttu við óþjóðalýð sem vill þær feigar sem fyrst. Gamanmyndin The Spy Who Dumped Me segir frá vinkonunum Morgan og Audrey sem ákveða að fara til Evrópu og slaka á eftir að unnusti þeirrar síðarnefndu segir henni upp. En áður en þær leggja í hann komast þær að því í gegnum dularfulla menn sem yfirheyra Audrey að unnustinn fyrrverandi er í raun njósnari. Audrey vissi auðvitað ekkert um það og hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn. Hún verður því afar hissa þegar sá fyrrverandi dúkkar upp í íbúðinni hennar og það sem verra er, er að hann er með leigumorðingja á hælunum. Þar með verður Audrey einnig skotmark leigumorðingjans og það er með naumindum að henni og Morgan takist að sleppa upp í flugvél og fara í hina fyrirhuguðu ferð til Evrópu. Vandamálið er að leigumorðingjar geta líka farið til Evrópu og áður en þær vinkonur ná að taka upp úr töskunum eiga þær fótum fjör að launa. Tekst þeim að snúa aðstæðunum sér í vil? Kate McKinnon og Mila Kunis leika vinkonurnar Morgan og Audrey sem flækjast óvart inn í alþjóðlegt samsæri og eiga eftir það fótum fjör að launa undan fólki sem vill koma þeim fyrir kattarnef. Þær Audrey og Morgan leggja hér á ráðin og njóta aðstoðar CIA-mannsins Sebastians sem leikinn er af Sam Heughan. The Spy Who Dumped Me Á flótta undan þeim sem vilja þær feigar lenda Morgan og Audrey í ýmsum uppákomum, ekki síst eftir að þær eru komnar til Evrópu. Veistu svarið? Kate McKinnon hefur um árabil verið ein vinsæl- asta og virtasta gamanleikkona Bandaríkjanna enda hefur hún hlotið flest þau verðlaun semhægt er að hljóta fyrir gamanleik, þ. á m. tvenn Emmy- verðlaun fyrir leik sinn í ... hvaða gamanþáttum? Grín / Hasar Punktar .................................................... VOD DVD HHHH - Total Film HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - Vanity Fair HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - IndieWire HHH - Empire HHH - Variety HHH - Wrap HHH - Guardian

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=