Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

17 Myndir mánaðarins 8. nóvember 109 mín Aðalhl.: Ben Foster, Thomasin McKenzie, Jeff Kober og Dana Millican Leikstj.: Debra Granik Útgefandi: Sena VOD Drama Will er fyrrverandi hermaður semþjáist af áfallaröskun (PTSD) og hefur kos- ið að búa utan samfélags manna ásamt þrettán ára dóttur sinni, Tom. Við það eru yfirvöld í Oregon ekki sátt og ákveða að bregðast við til aðstoðar. Leave No Trace er ein af kvikmyndaperlum ársins 2018 en hún þykir einstaklega vel gerð, mjög áhrifarík og frábærlega leikin, ekki síst af aðalleikurunumBen Foster og hinni ungu Thomasin McKenzie sem þykir minna mjög á Jennifer Lawrence þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá. Heima er þar sem hjartað er Leave No Trace – Nils Holgersson Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni. Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða aðra seríu útgáfunnar sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti. Nils Holgersson Komdu með í ævintýraferð 9. nóvember 90 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Nils Holgersson og fjölbreytt ævintýri hans Útgefandi: Myndform l Sænska skáldkonan Selma Ottilia Lovisa Lagerlöf (1858–1940) gaf bókina um Nils Holgersson ( Nils Holgerssons underbara resa genom Sverige ) út árið 1904, en hún var upphaflega skrifuð að beiðni sænska kennarasambandsins til að nota við landafræðikennslu barna. Bókin varð þó fljótt vinsæl á meðal almennings og var á næstu árum og áratugum þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal á íslensku árið 1946 af Marinó L. Stefánssyni og hét þá Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð . Sagan var svo lesin í útvarpinu af Huldu Runólfsdóttur og naut sá lestur ómældra vinsælda landsmanna á sínum tíma. Þess má geta að Selma Lagerlöf varð árið 1909 fyrsta konan og um leið fyrsti Svíinn til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Punktar ............................................................................................ VOD Barnaefni Thomasin McKenzie og Ben Foster leika feðginin Tom og Will í Leave No Trace . Punktar ............................................................................................ HHHHH - L.A. Times HHHHH - N.Y. Times HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - Guardian HHHHH - Village Voices HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - W. Post HHHH 1/2 - Time HHHH - Empire HHHH - Screen HHHH - Total Film l Leave No Trace hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og frábæra dóma gagnrýnenda eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan. Myndin er með 8,6 í meðaleinkunn á Metacritic, 7,3 á Imdb.com og 8,6 á Rotten Tomatoes þar sem hún er jafnframt ein fárra mynda sem fá 100% skor hjá gagnrýnendum, en það þýðir að allir dómarnir 190 eru góðir, eða „fresh“ eins og það er kallað á vefnum. l Myndin er byggð á bók rithöfundarins og prófessorsins Peters Rock, My Aband- onment , sem kom út árið 2009 og hlaut m.a. bókmenntaverðlaun Utah-ríkis og Alex-verðlaun bandarískra bókasafna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=