Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

18 Myndir mánaðarins Whitney Konan, tónlistin, sannleikurinn og svörin. Höfundur: Kevin Macdonald Útgefandi: Myndform 120 mín Whitney Elizabeth Houston. 9. nóvember l Whitney hefur eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hlotið frábæra dóma gagnrýnenda og þykir mjög líkleg til að verða til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmynd ársins 2018. l Höfundur myndarinnar, Kevin MacDonald, hlaut Óskarsverðlaunin árið 2000 fyrir heimildarmynd sína One Day in September og á einnig að baki margar aðrar afburðagóðar heimildarmyndir eins og Chaplin’s Goliath (1996), Being Mick (um Mick Jagger 2001), Touching the Void (2003), My Enemy’s Enemy (2007), Life in a Day (2011), Marley (um Bob Marley 2012), Christmas in a Day (2013) og Sky Ladder: The Art of Cai Guo-Qiang (2016). Þess utan á hann sem leikstjóri einnig að baki nokkrar góðar bíómyndir, s.s. The Last King of Scotland (2006), State of Play (2009), The Eagle (2011), How I Live Now (2013) og Black Sea (2016). l Á meðal viðmælenda og annarra sem við sögu koma í myndinni eru helstu ættingjar Whitney, vinir, samstarfsfólk og annað samferðarfólk og má þar nefna þau Cissy Houston, móður Whitney, hinn umdeilda eiginmann hennar Bobby Brown, Kevin Costner, semkynntist henni vel þegar þau unnu saman að myndinni The Bodyguard , bræður hennar, Michael og Gary Houston, og fjölmarga aðra sem þekktu hana vel. Stórkostlega vel gerð og ítarleg heimildarmynd eftir Óskars- verðlaunahafann KevinMacDonald umævi og feril einhverrar bestu og vinsælustu söngkonu Bandaríkjanna fyrr og síðar, Whitney Houston, sem lést langt umaldur fram í febrúar 2012. Frægðarsól Whitney Houston byrjaði að rísa í hæstu hæðir þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, Whitney Houston árið 1985, en hún var þá aðeins 22 ára gömul og átti að baki feril sem fyrirsæta. En eftir að í ljós kom þvílíka rödd hún hafði varð ekki aftur snúið og eru sólóplötur hennar sjö sem komu út á árunum 1985–2009 á meðal mest seldu platna allra tíma enda innihéldu þær hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Þeir heyrast flestir í þessari vönduðu mynd sem heiðrar minningu þessarar einstöku persónu á eftirminnilegan hátt. Þessa viðamiklu og vel gerðu heimildarmynd ættu allir aðdáendur Whitney Houston að sjá, en hér er allt lagt á borðið um ævi hennar, uppvöxt, feril, einkalíf og ekki síst stórkostlega tónlistina sem lifir enn. Whitney Veistu svarið? Það þekkja auðvitað margir vel til allra laganna sem Whitney söng á sínum ferli og urðu vinsæl. Færri vita kannski að Whitney bar millinafn sem var svo að segja aldrei notað opinberlega. Hvað hét hún fullu nafni? Heimildarmynd Punktar .................................................... VOD HHHHH - S.F. Chronicle HHHHH - Total Film HHHH 1/2 - Entert. Weekly HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH - Wrap HHHH - CineVue HHHH - Empire HHHH - Hollyw. Reporter HHHH - Variety HHHH - Time Out HHHH - W.S. Journal

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=