Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

19 Myndir mánaðarins 9. nóvember 86 mín Aðalhlutverk: Dakota Johnson, Theo Ikummaq og Mira Sorvino Leikstjórn: Ezna Sands Útgefandi: Myndform VOD Gamandrama Theo er inúíti frá Norður-Ameríku semkominn er til NewYork til að hafa tal af ráðamönnum og fá þá til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum semeru þegar farnar að hafamikil áhrif á lífsafkomu hans og hans fólks. Sú fyrsta sem hann hittir er hin heimilislausa Chloe sem ákveður að hjálpa til. Chloe og Theo er gamansöm mynd um alvarlegt málefni, hlýnun loftslagsins og afleiðingar þess fyrir lífið á jörðinni, framtíðina og komandi kynslóðir. Inúítinn Theo hefur þegar upplifað hvaða geigvænlegu áhrif hlýnunin hefur haft á heimaslóðum hans og þar sem hann er ókunnugur í New York þiggur hann aðstoð Chloe, þótt hún sé dálítið skrítin. Chloe byrjar þegar að safna liði á meðal annarra heimilislausra og saman ákveða þau að ná tali af leiðtogum heimsins í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna, vongóð um að erindi þeirra beri árangur ... Að bjarga veröldinni frá glötun Þau Chloe og Theo eru gerólíkir einstaklingar sem eiga þó eftir að finna samhljóm í sameiginlegu áhugamáli: Að bjarga heiminum frá glötun. Chloe and Theo – Almost Friends 9. nóvember 101 mín Aðalhlutverk: Freddie Highmore, Odeya Rush og Christ- opher Meloni Leikstj.: Jake Goldberger Útg.: Myndform VOD Gaman/rómantík Charlie er 25 áramaður sembýr enn í foreldrahúsumog hefur svo gott sem gersamlega misst sjónar á markmiðum sínum, ef þau voru þá einhver til að byrjameð. En þá kynnist hann hinni átján ára gömluAmber og allt breytist. Almost Friends er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Jake Goldberger sem á tvær ágætar myndir að baki, Don McKay frá árinu 2009 og Life of a King frá 2013, en hún var tilnefnd til Image-verðlaunanna sem besta óháða mynd þess árs. Í þetta sinn kynnir hann fyrir okkur hinn 25 ára gamla Charlie sem óhætt er að segja að sé stefnulaus í lífinu. Hann hefur ýmislegt til brunns að bera, er til dæmis góður kokkur, en virðist algjörlega metnaðarlaus hvað framtíðinni viðkemur og vinnur fyrir sér í miðasölu í kvikmyndahúsi. Dag einn kynnist hann hinni heill- andi Amber sem virðist að sumu leyti endurgjalda áhuga hans. Áður en varir er Charlie orðinn ástfanginn upp fyrir haus en það er tvennt sem stendur í vegi hans: Hans eigin óákveðni og stefnuleysi, og sú staðreynd að Amber er á föstu ... Hvert skal stefna? Hinn skemmtilegi leikari Freddie Highmore leikur aðalhlutverkið í Almost Friends . l Aðalleikari myndarinnar, enski leikarinn Freddie Highmore, er einna þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Finding Neverland , Charlie and the Chocolate Factory , August Rush , The Golden Compass og The Spiderwick Chronicles ásamt leik í sjónvarps- þáttunum Close to the Enemy , Bates Motel og The Good Doctor . l Fyrir utan þau þrjú sem nefnd eru í kreditlistanumhér t.v. leika þau Haley Joel Osment, Marg Helgenberger og Jake Abel stór hlutverk í myndinni. Punktar ......................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=