Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
20 Myndir mánaðarins Tag Klukk, þú ert’ann! Aðalhlutverk: Jeremy Renner, Jake Johnson, Isla Fisher, Ed Helms, Annabelle Wallis, Rashida Jones, Jon Hamm, Hannibal Buress og Leslie Bibb Leikstjórn: Jeff Tomsic Útgefandi Síminn og Vodafone The Mummy. 12. nóvember l Tag er að hluta til byggð á sannri sögu fjögurra æskuvina sem ólust upp saman í borginni Spokane í Washington-ríki. Saga þeirra birtist upphaflega sem grein í The Wall Street Journal og heitir It Takes Planning, Caution to Avoid Being ’It’ . Hún er eftir Russell Adams og vakti mikla athygli á sínum tíma, þ. á m. handritshöfundarins Marks Steilen sem ákvað að skrifa handritið að Tag . Upphaflegu greinina má enn sjá á vef The Wall Street Journal (www.wsj.com) ásamt ljósmyndum af félögunumfjórum, Bill, Patrick, Sean ogMike. Tag er af mörgum talin ein besta og fyndnasta gamanmynd ársins 2018 en hér er saman kominn stór hópur af frægum leikurum sem eru ekki hvað síst þekktir fyrir góðan húmor. Einu sinni fyrir langa löngu, fyrir tíma tölvuleikja, léku krakkar sér saman úti á kvöldin. Þá fóru þau stundum í eltingarleik sem var yfirleitt kallaður „síðasta“, en líka stundum „klukk“. Þetta var ein- faldur leikur sem snerist um að einhver í hópnum „var’ann“ og þurfti að elta uppi aðra í leiknum og „klukka“ þá, en í klukki fólst að ná að snerta viðkomandi. Sá sem var klukkaður breyttist þá í að ver’ann og þurfti að elta einhvern félaga sinn uppi til að klukka hann ... og svo koll af kolli þangað til tíminn leysti leikinn sjálfkrafa upp, oft í kringum háttatíma. Enginn vildi ver’ann þegar að því kom. Þessi leikur er einmitt aðalatriðið í Tag sem fjallar um nokkra æsku- vini sem léku sér í „síðasta“ þegar þeir voru ungir. Ólíkt öðrum ákváðu þeir hins vegar að hætta ekki í leiknum, bjuggu til sínar eigin reglur og koma enn félögum sínum á óvart með óvæntu klukki ... Sex af níu aðalleikurummyndarinnar eru þau AnnabelleWallis, Jon Hamm, Jake Johnson, Ed Helms, Isla Fisher og Hannibal Buress. Jerry (Jeremy Renner) stærir sig af því að hafa um langt skeið séð við öllum félögum sínum í leiknum. Við það eru félagar hans ekki sáttir! Tag Sumar tilraunir eru dæmdar til að mistakast eins og þessi þegar Hoagie reynir að klukka Jerry í brúðkaupi þess síðarnefnda. Gamanmynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Þau Jeremy Renner, Annabelle Wallis og Jake Johnson eiga það m.a. sameiginlegt að hafa öll leikið á móti Tom Cruise. Jeremy gerði það í tveimur Mission Impossible -myndum en í hvaða mynd léku hin tvö á móti honum? 116 mín VOD HHHHH - Entertainment Weekly HHHH - L.A. Times HHHH - Variety HHHH - Guardian HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - Wrap HHH - Rolling Stone
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=