Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
21 Myndir mánaðarins 12. nóvember 88 mín Aðalhl.: Gabrielle Union, Billy Burke, Richard Cabral og Ajiona Alexus Leikstj.: James McTeigue Útgefandi: Vodafone VOD Spennumynd Shaun Russell er móðir tveggja barna sem lendir í æsilegu kapphlaupi við tímann þegar þrír innbrotsþjófar brjótast inn í rammgert hús föður hennar og taka börnin hennar tvö í gíslingu. Til að bjarga þeim þarf Shaun að taka á öllu semhún hefur – og það er munmeira en innbrotsþjófarnir áttu von á. Breaking In er hröð og spennandi mynd, og ekta afþreying fyrir þá sem kunna að meta myndir þar sem leikur kattanna að músinni snýst upp í leik músarinnar að köttunum. Hin skemmtilega leikkona Gabrielle Union leikur hina eitilhörðu Shaun Russell sem er ekki á því að láta innbrotsþjófa í húsi föður hennar komast upp með að ógna lífi barna hennar og snýr vörn í sókn á snjallan hátt þegar innbrots- þjófarnir loka hana úti til að fá frið til að athafna sig. Þann frið munu þeir ekki fá ... Vanmat er aldrei viturlegt! Gabrielle Union leikur Shaun Russell sem læt- ur innbrotsþjófa ekki segja sér fyrir verkum. l Leikstjóri myndarinnar, James Mc- Teigue á nokkrar góðar myndir að baki eins og t.d. V for Vendetta , Ninja Assassin , The Raven og Survivor auk þess semhann var fyrsti aðstoðarleik- stjóri Matrix -myndanna. l Handritshöfundur Breaking In er Ryan Engle sem m.a. hefur unnið mikið með spennumyndaleikstjór- anum Jaume Collet-Serra og skrifaði handrit mynda hans, Non-Stop og The Commuter auk þess sem hann skrifaði handritið að Rampage með Dwayne Johnson í aðalhlutverki. Punktar .................................................................. Breaking In – Björgum sveinka HHH 1/2 - IGN HHH 1/2 - Vanity Fair HHH - The New York Times HHH - RogerEbert.com HHH - The Guardian HHH - TheWrap 15. nóvember 83 mín Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform VOD Teiknimynd Bernharð er einn af aðstoðarálfum jólasveinsins og reynir hvað hann get- ur að koma að gagni með uppfinningum sínum þótt það gangi stundum brösuglega. En þegar hinn gráðugi Neville og móðir hans Vera ræna jóla- sveininum fær Bernharð kærkomið tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Björgum sveinka er fjörug og fyndin jólateiknimynd með skemmtilegri sögu sem segja má að sæki fyrirmyndina í Back To the Future -myndina. Ástæðan fyrir því að Neville og Vera ræna jólasveininum er að þau vilja vita hvernig hann fer að því að færa öllumgóðumbörnum í heiminum jólagjafir á einu og sama kvöldinu, en það ætti auðvitað ekki að vera hægt. Bernharð veit hins vegar að svarið við þessu er að á sleða jólasveinsins er tímavél sem hann notar til að ferðast á milli staða án þess að tíminn líði – og ákveður nú að nota þessa tímavél til að bjarga jólasveininum ... Bernharð bjargar jólunum Þegar jólasveininum er rænt kemur það í hlut Bernharðs álfs að bjarga honum. DVD l Björgum sveinka kemur út bæði á DVD og á sjónvarpsleigunum 15. nóvember. Hún er talsett á íslensku og á meðal þeirra sem tala fyrir persónur hennar eru Orri Huginn Ágústsson, Örn Árnason, Stefanía Svavarsdóttir, Bryndís Ásmunds- dóttir, Þórunn Jenny Guðmunds- dóttir, Elísabet Ormslev, Aðalbjörn Tryggvason, Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir, Fjölnir Gíslason, Karl Pálsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hjálmar Hjálmarsson, Laddi og Steinn Ármann Magnússon. Leik- stjóri talsetningarinnar var Sigurður Árni Ólason. Punktar ..................................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=