Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

22 Myndir mánaðarins Ant-Man and the Wasp Stærðin skiptir máli Aðalhlutverk: Paul Rudd, Evangeline Lilly, Walton Goggins, Michael Douglas, Hannah John-Kamen, Judy Greer, Michelle Pfeiffer, Michael Peña og Laurence Fishburne Leikstjórn: Peyton Reed Útgefandi: Síminn og Vodafone 118 mín Lost. 15. nóvember l Eins og í fyrri Marvel-myndum kemur hinn rúmlega níræði en alltaf stálhressi Stan Lee fram í feluhlutverki í Ant-Man and the Wasp . l Ekki slökkva strax eftir að kreditlistinn byrjar að rúlla því það er eitt atriði eftir semmargir misstu af í bíó þegar þeir fóru of snemma út. Ant-Man and theWasp gerist um tveimur árumeftir atburðina í Captain America: Civil War og Scott Lang, sem við þekkjum betur sem Ant-Man, er enn í því stofufangelsi sem hann var dæmdur í vegna afskipta sinna af þeimátökum. En þegar Hank Pym þarf á ný á hjálp hans að halda kemur ekkert annað til greina en að brjóta skilorðið og vona að það komist ekki upp. Fyrsta Ant-Man -myndin sem tilheyrði hinum sameinaða ofurhetju- heimi Marvel kom út árið 2015 og sló í gegn, ekki síst vegna þess að í henni kvað við annan tón en í fyrri Marvel-myndunum. Segja má að sá tónn hafi verið sleginn með því að fá Peyton Reed til að leikstýra og Paul Rudd til að fara með aðalhlutverkið en þeir voru báðir þekktari fyrir gerð gamanmynda en þess hasars sem ein- kennt hafði fyrri ofurhetjumyndir. Það fór líka svo að Ant-Man gerði mikið út á grínið ekki síður en ævintýralegan hasarinn og var strax ákveðið að fela þeim Peyton og Paul að gera næstu mynd líka, en Paul er einnig einn af handritshöfundunum. Útkoman er sem fyrr úrvals afþreying, grín og ævintýri sem allir geta haft gaman af. Þau Hope van Dyne og Scott Lang (Evangeline Lilly og Paul Rudd) eru óstöðvandi þegar þau eru komin í búningana sem breyta þeim í TheWasp og Ant-Man og gæða þau ofurkröftum og ofurhæfileikum. Eins og allir vita getur Ant-Man smækkað sig niður í skordýra- stærð en hann getur líka stækkað sig þegar á þarf að halda. Ant-Man and the Wasp Dr. Hank Pym, sem Michael Douglas leikur hér á ný, en hann er sá sem fann upp tæknina á bak við búninga Ant-Man og The Wasp. Veistu svarið? Evangeline Lilly, sem hér leikur Hope Lang á ný en bætist jafnframt í ofurhetjuhóp Marvel þegar faðir hennar, Hank Pym, smíðar handa henni samskonar búning og Ant-Man klæðist, sló í gegn í geysivinsæl- um sjónvarpsþáttum árið 2004. Hvaða þáttum? Ævintýri / Ofurhetjur Punktar .................................................... HHHH - The Guardian HHHH - Verge HHHH - Telegraph HHHH - CineVue HHHH - L.A. Times HHHH - N.Y. Times HHHH - Total Film HHHH - Vanity Fair HHHH - Screen HHHH - Variety HHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH - R. Stone VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=