Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

25 Myndir mánaðarins The Equalizer 2 Í þetta sinn er það persónulegt 115 mín Roman J. Israel, Esq. l The Equalizer 2 er fyrsta framhaldsmyndin sem leikstjórinn Antoine Fuqua gerir og sú fyrsta sem Denzel Washington leikur í á ferlinum. l Þetta er í fjórða sinn sem Denzel Washington leikur í mynd eftir Antoine Fuqua því fyrir utan fyrri Equalizer -myndina lék hann líka í myndum hans Training Day og The Magnificent Seven . l Sagan í myndinni hefst í Istanbúl en gerist annars að mestu leyti í heimaborg Roberts McCall, Boston, og í nágrenni hennar. Robert McCall heldur áfram að útdeila sínu eigin réttlæti til þeirra semgerast sekir umglæpi gegn samborgurumhans og hikar ekki við að senda þá yfir móðunamiklu ef þeir sýnamót- þróa. Þegar góð vinkona hans ermyrt kemur því ekkert annað til greina en að finna þá seku og láta þá gjalda fyrir þá gjörð. Eftirlætisleikari margra kvikmyndaunnenda, Denzel Washington, snýr aftur á sjónvarpsleigurnar 15. júní sem hinn eitilharði Robert McCall, en hann er eins og flestir vita nokkurs konar eins manns rannsóknarteymi og dómstóll – og aftökusveit ef því er að skipta. Í upphafi þessarar nýju sögu fylgjumst við með Robert takast á við mannræningja í Tyrklandi áður en hann fær þær hörmulegu fréttir að náin vinkona hans hafi verið myrt í árás sem engar haldbærar skýringar eru á í fyrstu. Robert einhendir sér auðvitað þegar í málið, staðráðinn í að uppgötva ástæður árásarinnar og finna þá seku ... Robert McCall er ekki vanur að sýna glæpamönnum neina miskunn og út af þeirri venju bregður hann síður en svo í þessari mynd. Þótt Robert McCall hafi sagt skilið við lögreglustarfið nýtir hann enn skjöldinn til að komast á vettvang glæpanna sem hann rannsakar. The Equalizer 2 Fyrir utan Robert McCall snúa tvær persónur úr fyrri myndinni aftur, þ.e. Brian sem Bill Pullman leikur og Susan sem Melissa Leo leikur, en hún er sú eina sem þekkir fortíð Roberts jafn vel og hann sjálfur. Veistu svarið? Denzel Washington, sem fagnar um þessar mundir fjörutíu ára leikafmæli, hefur níu sinnum verið til- nefndur til Golden Globe- og Óskarsverðlauna, síð- ast fyrir mynd sem kom einmitt á VOD-leigurnar í apríl síðastliðnum. Hvaða mynd var það? Spenna / Hasar Punktar .................................................... Aðalhlutverk: Denzel Washington, Pedro Pascal, Bill Pullman, Melissa Leo, Sakina Jaffrey, Jonathan Scarfe, Orson Bean og Caroline Day Leikstjórn: Antoine Fuqua Útgefandi: Sena 15. nóvember VOD HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Wrap HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - L.A. Times HHH - IGN HHH - Telegraph HHH - Empire HHH - Time Out

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=