Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

27 Myndir mánaðarins 16. nóvember 103 mín Aðalhlutv.: Kevin Interdonato, Tom Sizemore og Amanda Clayton Leikstjórn: Tony Germinario Útgef.: Myndform VOD Spenna/tryllir Frank er maður sem við fyrstu sýn virðist hafa góð tök á tilveru sinni. Hann er kvæntur góðri konu, er í góðri og vel borgaðri vinnu og virðist sáttur við allt og alla. En á bak við þessa framhlið býr annar og stórhættulegurmaður. Bad Frank er afar áhugaverð mynd sem hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viður- kenningar á kvikmyndahátíðum sem heiðra óháða kvikmyndagerð sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna. Myndin er um Frank Pierce og við komumst fljótlega að því að hann á ofbeldisfullan glæpaferil að baki sem m.a. rústaði sambandi hans við fjölskyldu sína. Með aðstoð sálfræðinga og lyfja hefur honum nú tekist að halda aftur af glæpa- og ofbeldishneigð sinni um nokkurt skeið og hefur á þeim tíma tekist að koma fótunum undir sig. En þótt Frank hafi sagt skilið við fortíð sína hefur fortíðin ekki sagt skilið við hann og þegar hún bankar á dyrnar missir hann gjörsamlega stjórn á sér með alvarlegum afleiðingum ... Heiftin á sér tvö andlit Kevin Interdonato leikur titilhlutverkið í myndinni, hinn óútreiknanlega Frank. l Bad Frank er fyrsta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Tonys Germ- inario og þykir honum hafa tekist af- bragðsvel til, ekki síst með tilliti til að myndina gerði hann fyrir 80 þúsund dollara. Þess utan þykir myndin afar vel leikin, ekki síst af Tom Sizemore sem sýnir úr hverju hann er gerður. Punktar ...................... 15. nóvember 87 mín Aðalhlutv.: Sam Ashe Arnold, Elizabeth Hurley og Tertius Meintjes Leikstjórn: Richard Boddington Útg.: Sena VOD Fjölskyldumynd Eftir að hafa misst báða foreldra sína flytur hinn þrettán ára gamli Phoenix til frænku sinnar sem býr í Afríku. Þar líkar honum lífið vel og í safaríferð stuttu eftir komuna bjargar hann fullorðnum fíl úr gildru veiðiþjófa. Það verður upphafið að vináttu sem á eftir að snúast upp í spennandi ævintýri. An Elephant's Journey er eftir sömu aðila og gerðu Against the Wild -fjölskyldu- myndirnar sem margir muna eflaust eftir og eru e.t.v. enn til á VOD-leigunum. Leikstjóri og handritshöfundur er sem fyrr Richard Boddington og í þetta sinn fjallar sagan um hinn munaðarlausa Phoenix sem eftir að hafa vingast við fílinn sem hann bjargar kynnist einnig fjölskyldu hans. En hætta steðjar að því á svæð- inu eru gráðugir og ósvífnir veiðiþjófar á höttunum eftir fílabeini og það á eftir að koma í hlut Phoenix og nýju fílavinanna hans að stöðva þá fyrir fullt og allt ... Ævintýri í Afríku Hinn ungi Phoenix Wilder vingast fljótlega við nokkra fíla og ævintýrið hefst! An Elephant’s Journey – Bad Frank

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=