Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
28 Myndir mánaðarins 16. nóvember 96 mín Aðalhlutverk: Christian McKay, Dakota Blue Richards og Miles Jupp Leikstjórn: Tony Britten Útgefandi: Myndform VOD Gamanmynd Fjórir kunningjar semumárabil hafa vanið komur sínar á hverfiskrána til að spila dómínó ákveða að bjarga kránni frá gjaldþroti með því að skrifa bók í anda Fimmtíu grárra skugga -bókanna. Bókin slær í gegn en um leið verður til nýtt vandamál ... því enginn þeirra vill leggja nafn sitt við söguna. Hér er á ferðinni laufléttur enskur húmor semmargir ættu að kunna vel að meta. Ástæðan fyrir því að félagarnir fjórir vilja alls ekki láta bendla sig við þetta „konu- klám“ eins og þeir sjálfir nefna sögu sína er orðspor þeirra á öðrum vettvangi. Og þegar útgefandinn heimtar að fá að hitta höfundinn detta þeir niður á þá lausn að ráða tímabundið unga leikkonu til að leika hann. Málin vandast hins vegar verulega þegar bókin slær í gegn og byrjar að seljast í miklu meira magni en nokk- urn gat órað fyrir með þeimafleiðingumað kvikmyndarisar í Hollywood fá áhuga ... Góð ráð eru ekki alltaf svo dýr Félagarnir fjórir, David, Justin, Marcus og Geoffrey ákveða að skrifa bók til að bjarga uppáhaldskránni sinni frá gjaldþroti. Brellan heppnast, en með óvæntum afleiðingum. Chick Lit – What They Had 22. nóvember 101 mín Aðalhl.: Hilary Swank, Michael Shannon, Robert Forster og Blythe Danner Leikstjórn: Elizabeth Chomko Útg.: Sena VOD Drama Þegar Ruth, sem er með Alzheimer-sjúkdóminn, hverfur á náttkjólnum ein- umfata út í kalda Chicago-nóttina ogfinnst síðannokkrumklukkustundum síðar á reiki um borgina ráðleggja læknar eiginmanni hennar, Burt, að koma henni fyrir á viðeigandi sjúkrastofnun. Hann tekur það ekki í mál. What They Had er fyrsta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Elizabethar Chomko, en hún er að hluta til byggð á hennar eigin reynslu. Með aðalhlutverkin fer úrvalshópur leikara, þau Hilary Swank, Michael Shannon, Robert Forster, Blythe Danner, Taissa Farmiga og Josh Lucas, en hér er dregin upp trúverðug mynd af afleiðingum Alzheimer-sjúkdómsins, ekki síst fyrir þá sem standa næst sjúklingn- um. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi barna þeirra Ruthar og Burts sem upplifa æsku sína og uppeldi hvort á sinn hátt. What They Had er gæðamynd fyrir alla kvikmyndaunnendur sem kunna aðmeta áhrifaríkar sögur af venjulegu fólki ... Lífið er ferðalag Blythe Danner og Hilary Swank leika mæðg- urnar Ruth og Bridget í What They Had . Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - N.Y. Magazine HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Observer HHHH - Rolling Stone HHHH - Wall Street Journal HHH 1/2 - Variety l What They Had fór í almenna dreif- ingu í kvikmyndahúsum í Banda- ríkjunum 19. október og hefur hlotið mjög góða dóma virtra gagnrýnenda, ekki síst fyrir handrit og leikstjórn Elizabethar Chomko svo og fyrir gæða- leik alls leikhópsins. Myndin, sem þykir jafn fyndin og hún er áhrifarík og sönn, er ein af þessum myndum sem sitja eftir í minningu áhorfenda löngu eftir að þeim lýkur og það kæmi ekki á óvart ef hún yrði ofarlega á listummarga yfir bestu myndir ársins 2018.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=