Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

29 Myndir mánaðarins 22. nóvember 90 mín Höfundur: James D. Stern Útgefandi: Sena VOD Heimildarmynd Þeir voru margir sem trúðu ekki að Donald J. Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2016 og því vöknuðu margir upp við vondan draum þegar það gerðist. Einn þeirra var kvikmyndagerðarmaðurinn James D. Stern sem ákvað að fara í ferðalag um „rauðu ríkin“ og tala við kjósendur Trumps um hvað það var sem réð atkvæðum þeirra á kjörstöðunum. Þótt James D. Stern sé yfirlýstur demókrati og mótfallinn ríkisstjórn Trumps reyndi hann að gæta hlutleysis í þessari mynd því honum lék fyrst og fremst forvitni á að vita hvað það var við Trump og stefnu hans sem höfðaði svo sterkt til fólks í lykilríkjunum að hann náði kosningu í embættið. Segja má því að í myndinni sé athyglinni fyrst og fremst beint að sjónarmiðum kjósenda Trumps ... Hvað gerðist? Úr heimildarmyndinni American Chaos . Höfundur hennar, James D. Stern, stendur þarna fyrir miðju. l Höfundur myndarinnar, James D. Stern hefur fyrir utan nokkrar góðar heim- ildarmyndir eins og Michael Jordan to the Max , The Year of the Yao og Every Little Step verið mikilsvirtur framleið- andi bíómynda um árabil og gerði sem slíkur m.a. mynd- irnar Snowden , Self/less , Homefront , Side Effects , Looper , Brothers Bloom og I’m Not There svo einhverjar séu nefndar af mörgum. Punktar .................................................................. American Chaos – 55 Steps HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - Movie Nation HHH - Wrap HHH - The New York Times HHH - Los Angeles Times 22. nóvember 90 mín Aðalhlutv: Helena Bonham Carter, Hilary Swank og Jeffrey Tambor Leikstjórn: Bille August Útgefandi: Sena VOD Sannsögulegt Sannsöguleg mynd um Eleanor Riese (Helena Bonham Carter) sem var greind með geðklofa og aðrar geðraskanir en sætti sig ekki við að vera gefin lyf gegn vilja sínum og fékk til liðs við sig lögfræðinginn Colette Hughes (Hilary Swank) til að öðlast sjálfsákvörðunarrétt í þeimmálum. Fyrir árið 1988 giltu í Bandaríkjunum svonefnd Lanterman–Petris-lög sem heim- iluðu yfirvöldum að ekki bara taka fólk úr umferð og loka það inni gegn sínum vilja ef viðkomandi var greindur með geðsjúkdómheldur og að neyða sjúklingana til að taka inn geðlyf gegn sínum vilja. Í því hafði Eleanor Riese margoft lent og hélt því fram að mörg af þeim lyfjum sem neydd höfðu verið ofan í hana hefðu gert líf hennar verra. Með aðstoð lögfræðingsins Colette Hughes og lærimeistara hennar, Mort Cohen (Jeffreyn Tambor), sagði hún þessum lögum stríð á hendur ... Rétturinn til upplýsts samþykkis Jeffrey Tambor, Helena Bonham Carter og Hilary Swank í hlutverkum sínum í sannsögulegu myndinni 55 Steps . l Leikstjóri 55 Steps er danski leikstjórinn Bille August sem á margar góðar myndir að baki eins og Pelle sigurveg- ara , Smilla les í snjóinn , Hús andanna , Næturlest til Lissa- bon, Zappa og Vesalingana svo einhverjar séu nefndar. l Í myndinni er farið nokkuð ítarlega yfir málareksturinn og hvetjum við áhugasama að kynna sér þetta merkilega prófmál enn betur á netinu, en það má finna undir heit- inu Riese v. St. Mary’s Hospital and Medical Center . Punktar ..................................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=