Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

30 Myndir mánaðarins Mamma Mia! Here We Go Again Einu sinni var ... 113 mín Bókmennta- og kartöflubökufélagið. l Bæði Benny Anderson og Björn Ulvaeus, B-in tvö í ABBA, koma fram í myndinni í smáhlutverkum, en þeir eru einnig meðframleið- endur hennar ásamt Richard Curtis sem kom einnig að handrits- skrifunum, en Richard gerði hinar frábærumyndir Love Actually , The Boat that Rocked og About Time , auk þess að skrifa handritin að myndunum vinsælu Four Weddings and a Funeral og Notting Hill . l Cher leikur ömmu Sophie í myndinni, og þá móður Donnu, og er þetta fyrsta myndin sem hún leikur í síðan 2010. Hún syngur í myndinni eina þekktustu ballöðu ABBA, Fernando . Nokkur ár eru liðin síðan við kynntumstmæðgunumDonnu og Sophie, vinkonum Donnu og mönnunum þremur sem gætu verið barnsfeður hennar. Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og þegar hún verður ófrísk fer hún að hugsa til þess hvernig aðstæðurnar voru árið 1979 þegar hún kom sjálf undir ogmóðir hennar var í svipuðumsporumoghún er í núna. Það eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan bíómyndin Mamma Mia! kom út við miklar vinsældir um allan heim enda einstaklega skemmtilegmynd í alla staði, fjörug, fyndin og byggð á lagatextum nokkurra af vinsælustu lögum sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Þessi nýja mynd þykir ekki síðri en hér snúa allir helstu leikararnir úr fyrri myndinni aftur auk nýrra sem leika persónur þeirra árið 1979 þegar Donna hitti þá Bill, Sam og Harry í fyrsta sinn og hóf rekstur gistiheimilisins sem Sophie átti eftir að alast upp í ... Amanda Seyfried og Meryl Streep í hlutverkummæðgnanna Sophie og Donnu, en Sophie gengur nú með sitt fyrsta barn undir belti. Það er Lily James sem leikur Donnu á sínum yngri árum og þær Alexa Davies og Jessica Keenan Wynn leika vinkonur hennar, Rosie og Tanyu. Mamma Mia! Here We Go Again Þeir Colin Firth, Stellan Skarsgård og Pierce Brosnan snúa aftur og eiga kannski eftir að aðstoða Sophie við að rifja upp gamla tíma. Veistu svarið? Breska leikkonan Lily James hefur á skömmum tíma orðið að eftirlætisleikkonu margra enda einstaklega heillandi og virðist fara létt með að túlka hvaða persónur sem er. En hvað heitir síðasta myndin sem hún lék í og kom út á VOD-leigunum í í ágúst? Gamanmynd / Tónlist / Dans Punktar .................................................... Aðalhlutverk: Lily James, Meryl Streep, Amanda Seyfried, Pierce Brosnan, Andy Garcia, Colin Firth, Stellan Skarsgård, Julie Walters, Cher, Jeremy Irvine, Hugh Skinner og Josh Dylan Leikstjórn: Ol Parker Útgefendur: Myndform (BluRay og DVD) og Vodafone (VOD) 22. nóvember VOD DVD HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH - L.A. Times HHHH - Telegraph HHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - Time HHH 1/2 - IGN HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - Screen int. HHH 1/2 -W. S. Journal

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=