Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

32 Myndir mánaðarins 23. nóvember Teiknimyndir um dráttarbátinn Elías og vini hans Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Norsku verðlaunateiknimyndirnar um björg- unarbátinn Elías og vini hans eru allt í senn litríkar, fyndnar, fræðandi og hæfilega spenn- andi fyrir yngri kynslóðir áhorfenda. Þættirnir um ráðagóða björgunarbátinn Elías og vini hans, Trolla, Kraneyju, Doppu, Kalla, Glað og alla hina, voru fastir póstar í barnatímum sjónvarpsins á árumáður ognutumikilla vinsældabæði smáfólksins og hinna fullorðnu, enda afar vandaðir í alla staði með góðumog gagnlegumboðskap semá alltaf við. Í þessari útgáfu er að finna þætti 9–16 í seríu 3. Elías bjargar málunum! Grænuvellir: Sjúklegt svínarí – Elías 23. nóvember Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform VOD Teiknimynd DVD 80 mín 72 mín Lífið er gott hjá hinum fjölbreytta dýrahóp sem býr á dýrabænum Grænu- völlum þar sem Nonni mús, Valdimar svín og Franz hani eru yfirleitt allt í öllu. En þegar Hörður villigöltur og gengi hans gera tilraun til að yfirtaka Grænuvelli og plata þá Nonna, Valdimar og Franz í langferð vandast málin. Þessi fyndna og viðburðaríka teiknimynd er byggð á teikni- myndasögum þýska rithöfundarins Helme Heine sem notið hafa ómældra vinsælda í heimalandinu og víðar um árabil. Þeir Nonni mús, Valdimar svín og Franz hani lenda hér í kröppum dansi þegar villigölturinn Hörður platar þá með því að festa helíumblöðrur á hjólið þeirra þannig að þeir fljúga langt út í buskann. Á meðan ætlar Hörður að yfirtaka Grænuvelli og því verða vinirnir þrír að flýta sér aftur heim ... Allt er gott sem endar vel Þeir Franz hani, Nonni mús og Valdimar svín eru aðalpersónur þessarar skemmtilegu sögu. l Grænuvellir: Sjúklegt svínarí kemur út bæði á DVD og á sjónvarpsleig- unum 23. nóvember. Hún er talsett á íslensku og á meðal þeirra sem tala fyrir persónur hennar eru Steinn Ármann Magnússon, Viktor Már Bjarnason, Einar Örn Einarsson, Ævar Örn Benediktsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Ólöf Kristín Þorsteins- dóttir, Agla Bríet Einarsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Sigurður Þór Óskarsson og Magnús Ólafsson, en leikstjóri talsetningarinnar var Tómas Freyr Hjaltason. Punktar ..................................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=