Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
33 Myndir mánaðarins The Sex trip – The Persian Connection 23. nóvember 103 mín Aðalhlutv: Reza Sixo Safai, Helena Mattsson, Julian Sands og Laura Harring Leikstjórn: Daniel Grove Útg.: Myndform VOD Spenna/hasar Eftir að hafa verið ranglega sakaður um að stela eiturlyfjum frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum þarf hinn íranski Behrouz að sanna sakleysi sitt með því aðhafauppi áhinumraunverulegu ræningjumogendurheimta fenginn. The Persian Connection gerist í undirheimum Los Angeles þar sem íranskar og rússneskar glæpamafíur berjast um völdin. Við komumst samt fyrst að því að aðalpersónan, Behrouz, hafði sem ungur drengur verið sendur í stríðið gegn Írök- um þar sem honum var naumlega bjargað frá dauða af írönskum glæpaforingja. Hann var síðan sendur til Los Angeles þar sem honum var gert að vinna fyrir írönskumafíuna, m.a. við „aftökur“ á óvinumhennar. Honumhafði samt tekist um síðir að losna undan áhrifummafíunnar og þegar myndin byrjar er hann að reyna að koma undir sig fótunum í heiðarlegri vinnu þegar honum er skyndilega kippt aftur til fortíðar sinnar og hótað öllu illu finni hann ekki hin stolnu eiturlyf. Inn í málin blandast svo unnusta Behrouz og ungur drengur sem gefa honum meiri og betri ástæðu en nokkurn tíma fyrr til að losna við óværu fortíðar sinnar af bakinu í eitt skipti fyrir öll ... Paradís er ekki hér Reza Sixo Safai og Helena Matteson leika Behrouz og unnustu hans, hina rússnesku Oksönu. l Handrit myndarinnar og kraftmikil sagan í henni er skrifuð af leikstjóranum Daniel Grove og aðal- leikaranum Reza Sixo Safai í sameiningu. Punktar ............ 23. nóvember 101 mín Aðalhl.: Jade Ramsey, Louis Mandylor, Marc Crumpton og Rachel Breitag Leikstj.: Anthony Cohen Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Eddie Greenleaf er rithöfundur sem hefur útlitið með sér og notar það óspart til að komast í náin kynni við hitt kynið. Dag einn neitar hann að gefa gamalli, heimilislausri og hrörlegri konu koss og uppsker bölvun hennar með þeim afleiðingum að daginn eftir vaknar hann í konulíkama! The Sex Trip er farsi þar sem hlutunum er heldur betur snúið við þegar rithöf- undurinn Eddie, sem er einna þekktastur fyrir kvenhylli sína og hefur skrifað bók um hvernig karlmenn geti sængað hjá nýrri konu í hverri viku, vaknar morgun einn sjálfur sem kona! Til að byrja með er hann sannfærður um að gamla konan sem hann neitaði um kossinn beri ábyrgð á þessu en þegar hann finnur hana ekki til að láta breyta sér til baka í karlmanninn sem hann var neyðist hann til að sætta sig við orðinn hlut með öllum þeim glænýju vandamálum sem því fylgja ... Lífið í líkama konu Nokkrar þeirra persóna sem koma mest við sögu í The Sex Trip .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=