Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
34 Myndir mánaðarins Me You and Five Bucks – Madonna and the Breakfast Club 23. nóvember 99 mín Aðalhlutv: Jaime Zevallos, Angela Sarafyan, Sean Nateghi og Tobi Gadison Leikstj.: Jaime Zevallos Útg.: Myndform VOD Drama/rómantík Charlie Castillo er New York-búi sem starfar sem barþjónn en dreymir um að gefa út sína eigin reynslubók um hvernig menn eins og hann fara að því að komast yfir sára ástarsorg. Í þeim efnum hefur hann reynslu því eina konan semhann hefur nokkurn tíma elskað, Pam, yfirgaf hann fyrir þremur árumán þess að gefa upp nokkra ástæðu fyrir því. Dag einn hittast þau á ný. Me You and Five Bucks er eftir Jaime Zevallos sem jafnframt skrifaði handritið og leikur aðalhlutverkið, New York-búann Charlie sem hefur aldrei skilið hvers vegna unnusta hans, Pam, ákvað að yfirgefa hann skyndilega fyrir þremur árum. Þegar hér er komið sögu er Charlie frekar blankur og ákveður því að auglýsa eftir ein- hverjum til að deila íbúðinni sem hann leigir með. Hann verður ekki lítið hissa þegar fyrsta persónan sem kemur að skoða íbúðina er engin önnur en Pam ... Sum tækifæri koma aftur Jaime Zevallos og Angela Sarafyan leika þau Charlie og Pam sem hittast á ný, þremur árum eftir að hún hryggbraut hann óvænt og orðalaust. 29. nóv. 87 mín Aðalhlutv.: Jamie Auld, Oscar Pavlo, Denisa Juhos og Jordan Loew Leikstjórn: Guy Guido Útg.: Myndform VOD Leikin heimildarmynd Leikin heimildarmynd eftir Guy Guido þar sem fjallað er um hljómsveitina The Breakfast Club í upphafi níunda áratugarins þegar Madonna var einn af meðlimumhennar og dró enga dul á þá áætlun sína að verða heimsfræg. Í þessari merkilegu mynd er farin sú leið að blanda saman leiknum atriðum og viðtölum við þá sem voru í The Breakfast Club með Madonnu á sínum tíma, en hljómsveitin samanstóð af þeimAngie Smit og Gilroy-bræðrunumDan og Ed auk Madonnu sem spilaði á trommur. Dan var á þessum tíma unnusti Madonnu og kenndi henni m.a. fyrstu gítargripin. Sveitin, sem var stofnuð 1979 og átti síðar, þ.e. árið 1987, eftir að ná nokkrum vinsældum, m.a. með smellinum Right on Track , spilaði víða í New York á árinu 1980 án teljandi árangurs og svo fór að Madonna yfirgaf hana til að stofna hljómsveitina Emmy and the Emmys ásamt Mark Frazier. Skömmu síðar, eða árið 1983, sló Madonna síðan í gegn með sinni fyrstu plötu ... Fyrstu skrefin til heimsfrægðar Sú sem leikur Madonnu, Jamie Auld, er nánast tvífari söngdrottningarinnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=