Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

35 Myndir mánaðarins Mission: Impossible – Fallout Láttu ekkert stöðva þig Aðalhlutverk: Tom Cruise, Henry Cavill, Ving Rhames, Simon Pegg, Rebecca Ferguson, Angela Bassett, Michelle Monaghan, Wes Bentley, Alec Baldwin og Sean Harris Leikstjórn: Christopher McQuarrie Útgefandi: Síminn og Vodafone 147 mín Pulp Fiction. 28. nóvember l Eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan er óhætt að segja að Fallout hafi hlotið frábæra dóma. Gagnrýnandi breska kvikmynda- tímaritsins Empire skóf t.d. ekkert af því og sagði um myndina: „ A combination of thrilling stunts, insane daring and clever writing make this a stunning piece of action cinema .“ Fallout er með meðal- einkunnina 8,6 á Metacritic, 8,0 á Imdb og 9,7 á Rotten Tomatoes. l Fallout er sneisafull af frábærum hasar- og áhættuatriðum sem tók langan tíma að undirbúa og æfa. Eitt þeirra, svokallað HALO-atriði þar sem þeir Tom Cruise og Henry Cavill stökkva úr 25 þúsund feta hæð er tvímælalaust eitt það erfiðasta sem framkvæmt hefur verið. Eftir að verkefni sem Ethan Hunt átti að sinna fer úrskeiðis lendir hann á milli steins og sleggju því um leið og hann þarf að stöðva ný áform hryðjuverkamanna um að sprengja þrjár kjarnorkusprengjur er honum ekki lengur treyst af eigin fólki. Það þarf líklega ekki að hvetja neinn aðdáanda Mission Impossible - myndanna að sjá þessa sjöttu mynd seríunnar sem er að flestra dómi sú allra besta hingað til og alveg örugglega besta hasarmynd ársins. Ekkert hefur verið til sparað við gerð myndarinnar og Tom sjálfur sýnir úr hverju hann er gerður í hverju áhættuatriðinu á fætur öðru sem fá áhorfendur nánast til að súpa hveljur af spennu! Tom Cruise leikur Ethan Hunt á ný í Mission: Impossible - Fallout og þau Simon Pegg, Rebecca Ferguson og Ving Rhames eru aldrei langt undan sem þau Benjamin„Benji“ Dunn, Ilsa Faust og Luther Stickell. Ethan Hunt hefur aldrei komist í hann krappari en í þessari mynd og eru áhættuatriðin fleiri og svakalegri en nokkurn tíma áður. Mission: Impossible – Fallout Eitt af atriðum myndarinnar er æsilegur eltingarleikur um götur og stræti Parísar þar sem stór hluti myndarinnar var tekinn upp. Veistu svarið? Fyrir utan Tom Cruise er Ving Rhames sá eini sem hefur leikið í öllum Mission: Impossible -myndunum sex, en segja má að Ving hafi fyrst vakið alþjóðlega athygli þegar hann lék Marsellus Wallace í einni frægustu og bestumynd ársins 1994. Hvaða mynd? Spenna / Hasar Punktar .................................................... HHHHH - Empire HHHHH - Time Out HHHHH - Total Film HHHHH - IndieWire HHHHH - Telegraph HHHHH - E.W. HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - Verge HHHH 1/2 - Vanity F. HHHH - Rolling Stone HHHH - L.A. Times HHHH - Variety VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=