Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan
39 Myndir mánaðarins 30. nóvember 84 mín Aðalhlutv.: Amanda McCann, Cassie Ramoska og Christine Hassay Leikstjórn: Adrienne Subia Útgefandi: Myndform VOD Gamandrama Þrjár vinkonur, Barkley, Emma og Rachel, sem búa í Los Angeles og eru allar komnar yfir þrítugt, finnst sem lífið hafi þotið framhjá þeim. Dag einn ákveða þær að skilja áhyggjur sínar eftir í borginni og fara til Maryland til að ljúka við smíði seglbáts sem ein þeirra á en er nú á leiðinni á haugana. Hér er á ferðinni stórskemmtileg gamanmynd sem er ekki gerð fyrir mikinn pen- ing en er bara því mannlegri og fyndnari enda þykir hún frábærlega leikin af aðal- leikkonunum þremur sem einnig skrifuðu handritið og söguna. Þær Barkley, Emma og Rachel eru bestu vinkonur sem líður öllum eins og þær hafi ratað inn í blindgötur með líf sitt enda hefur það þróast á allt annan hátt en þær hafði dreymt um. Þegar þær frétta að seglbátur sem Emma hafði byrjað að smíða en aldrei lokið við sé á leið á haugana ákveða þær að fara saman á heimaslóðirnar, bjarga bátnum og koma honum á flot. En sú ferð verður upphafið að öðru og meira ... Gerðu þitt besta Leikkonurnar þrjár sem leika þær Barkley, Emmu og Rachel, Cassie Ramoska, Christine Hassay og Amanda McCann, skrifuðu einnig handrit myndarinnar. June, Adrift – Love Me True 30. nóvember 88 mín Aðalhlutv.: Andrew Gude, WilliamMcGovern, Eric Roberts og Kaleigh Macchio Leikstjórn: Kirby Voss Útg.: Myndform VOD Gamanmynd/farsi Eric er ungur maður sem á við þann vanda að stríða að hann getur varla verið í návist dökkhærðra kvenna því þær minna hann svo illilega á stjúp- móður hans. Málin vandast verulega þegar hann verður ástfanginn af dökkhærðri konu, en þá ákveða æðri máttarvöld að senda honum aðstoð! Love Me True er farsa- og fantasíukennd gamanmynd þar sem handritshöfundur- inn og leikstjórinn Kirby Voss leikur sér að því að blanda saman hugarheimum hins unga Erics á 21. öldinni og rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskíj sem skrifaði og gaf út margar frægar bækur á árunum 1846 til 1880, þar á meðal stór- virkin Fávitann og Glæp og refsingu , en sögur Fjodors fjölluðu flestar hverjar um fólk sem var á jaðri samfélagsins. Og hvernig sem það má annars vera, endur- holdgast Fjodor skyndilega í íbúð Erics, boðinn og búinn til að aðstoða hann í vandræðunum varðandi dökkhærðar konur. En Fjodor á líka ýmislegt ólært ... Einum kennt, öðrum bent Hinn endurborni Fjodor Dostojevskíj og Eric eiga auðvitað lítið sameiginlegt, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að þeir geti lært eitthvað hvor af öðrum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=