Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

40 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Kanínuskólinn er enginn venjulegur skóli heldur læra kanínurnar þar að verða páskakanínur sem skreyta egg og fela þau fyrir mannfólkinu sem leitar þeirra á páskum. Þær gegna einnig því hlutverki að gæta fjöreggs páskakanínanna sem gráðugir refir reyna í sífellu að komast yfir. Það má þeim alls ekki takast! Þegar eiginmaðurinn fer fram á skilnað ákveður Deanna að byrja upp á nýtt í orðsins fyllstu merkingu og halda áfram í framhaldsskólanum sem hún hætti í á sínum tíma fyrir hjónabandið og vegna þess að hún var ófrísk. Hér er grínið og gamanið í fyririrúmi enda er gríndrottn- ingin Melissa McCarthy í aðalhlutverki. MyndBaltasarsKormáks, Adrift ,erbyggð ásöguþeirraTamiarAshcraftogRichards Sharp sem í október 1983 tóku að sér að sigla 44 feta skútu frá Tahiti-eyju í Pólýnesíu til viðtakenda í San Diego, um 6.500 kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Það reyndist feigðarför. Shailene Wood- ley og Sam Claflin í aðalhlutverkum. Í nítjándu Marvel-myndinni og um leið þriðju Avengers -myndinni mæta flestar þær ofurhetjur sem við höfum kynnst í Marvel-myndunum til leiks í baráttunni við hinn öflugaThanos sem kominn er til Jarðar ásamt sínum ómennska her til að finna svokallaða „eilífðarsteina“. Það má honum alls ekki takast! Wade Wilson, öðru nafni Deadpool, er mætturtil leiksánýogglímirnúviðhinn öfluga Nathan Summers, en sá er betur þekktur sem hálfvélmennið Cable og er kominn úr framtíðinni til að gera út af við ungan dreng, Russell Collins. Dead- pool skerst að sjálfsögðu í þann leik enda má hann ekkert aumt sjá. Önd,önd,gæs er bráðskemmtileg teikni- mynd um unglingsgæsina Peng sem heldur að hann sé snjallasta gæsin í gæsahópnum og þurfi ekkert að æfa sig fyrir haustferðina suður á bóginn. Þetta háttarlag á eftir að koma honum í koll ... en þó með þeim afleiðingum að hann eignast tvo fósturunga! Steinaldarmaðurinn er mjög fyndin leirbrúðumynd eftir Nick Park, aðal- höfund myndanna um hrútinn Hrein og vini hans. Hér segir frá steinaldarungl- ingnum Dug sem lendir í kröppum dansi þegar hann þarf ásamt sínu fólki að sigra bronsaldarkónginn Nooth í knattspyrnu- leik. Takist það ekki er voðinn vís! Hotel Artemis gerist í ekki svo fjarlægri framtíð í Los Angeles þar sem blóðug og mannskæð uppþot hafa sett allt úr skorðum.Einvinertilstaðarmitt íglund- roðanum en það er Hotel Artemis sem í raun er leynilegt sjúkrahús, rekið af hjúkrunarkonunni Jean Thomas sem lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Nýjasta mynd Wes Anderson ( The Grand Budapest Hotel , Moonrise Kingdom , Rushmore ) er meistaraverk sem allt kvik- myndaáhugafólk ætti að sjá, en hún gerist eftir 20 ár þegar hundaplága í borginni Megasaki í Japan leiðir til þess að borgarstjórinn ákveður að banna alla hunda. EktaWes Anderson-mynd! Þessi stórskemmtilega, tölvuteiknaða mynd sækir efnið í ævintýri sem allir þekkja og er framleidd af sömu aðilum og gerðu Shrek -myndirnar. Þetta er mjög fyndið og hæfilega spennandi ævintýri fyrir yngri kynslóðirnar og inniheldur myndin einnig mjög skemmtilega og fjöruga tónlist sem allir kunna að meta. Teiknimyndin um stóra, sterka en góð- hjartaða nautið Ferdinand er frá þeim sömuoggerðu Ísaldar -og Rio -myndirnar og hefst þegar Ferdinand er bara lítill kálfur. Þegar örlögin haga því svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast þarf hann að finna leiðina heim áður en það er of seint. TheSeagull er byggð á samnefndu leikriti Antons Tsjekhov og þykir leikstjóranum Michael Mayer hafa tekist einkar vel að færa það hér í kvikmyndabúning. Sagan er grípandi og rómantísk, samtölin snjöll og ljóðræn og ekki síst er hér á ferðinni leikhópur sem kemur hinum einstæða stíl og húmorTsjekhovs vel til skila. Það er ást við fyrstu sýn þegar þau Edward og Dolores hittast í fyrsta sinn árið 1962 og áður en varir eru þau orðin hjón. Babb kemur hins vegar í bátinn í brúðkaupsferðinni því hvorugt þeirra hefur kynnst kynlífi áður. Skemmtileg mynd sem er byggð á samnefndri skáld- sögu breska rithöfundarins Ians McEwan. Sagan af þeim Frank og Lindsay sem hitt- ast fyrst þegar þau eru á leið í brúðkaup sameiginlegravina.Þaueruólík innbyrðis en eiga það samt sameiginlegt að bæði eru sjálfumglöð og hrokafull – og frekar leiðinleg viðkynningar. Keanu Reeves og Winona Ryder eru í aðalhlutverkum þess- arar rómantísku gamanmyndar. Það þarf ekki að hvetja neinn sem sá fyrri Sicaro -myndina að sjá þessa líka en hún er samt sjálfstæð saga þannig að það er alls ekki nauðsynlegt að hafa séð fyrri myndina. Aðalatriðið er að átökin og spennan magnast nú enn frekar þegar þeir Matt og Alejandro taka að sér nýtt og enn erfiðara verkefni en áður. Bíómyndin Pétur kanína , sem er bæði leikinogtölvuteiknuð,erbyggðásögum enska barnabókarithöfundarins Beatrix Potter um hann og fjölskyldu hans sem á í stöðugum útistöðum við landeigand- ann herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem vilja háma í sig uppskeruna hans. Önnur hliðarsagan í Star Wars -sögunni er stórskemmtileg mynd sem segir frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker og gekk ásamt honum til liðs við uppreisnarmenn í fyrstu myndinni, þ.e. fjórða kafla sögunnar, A New Hope , sem var frumsýndur 1977. Hér er ýmsum spurningum svarað! Hinn tíu ára gamli Jón Jónsson keppir með liði sínu Fálkum á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Myndin er byggð á samnefndri met- sölubók Gunnars Helgasonar. Stórgóð heimildarmynd um Leon Vitali sem var efnilegur, 29 ára gamall leikari þegar hann lék í mynd Stanleys Kubrick, Barry Lyndon , árið 1978. Í stað þess að halda áfram með leikferil sinn eftir það gerðist Leon í staðinn aðstoðarmaður og hægri hönd Kubricks upp frá því. Þetta er saga hans – og Kubricks um leið. Fjölskyldumynd Spenna/hasar Sannsögulegt Teiknimynd Rómantík/gaman Ofurhetjur/hasar StarWars Teiknimynd Framtíðarmynd Gamanmynd Ofurhetjur/hasar Fjölskyldumynd Drama/rómantík Teiknimynd Heimildarmynd Drama/rómantík Ævintýri Fjölskyldumynd Teiknimynd Pétur kanína Adrift Sicario: Day of the Soldado Önd, önd gæs Solo: A Star Wars Story Deadpool 2 Hotel Artemis Life of the Party DestinationWedding Avengers: InfinityWar Steinaldarmaðurinn On Chesil Beach Víti í Vestmannaeyjum Isle of Dogs Draumur Ferdinand The Seagull Filmworker Kanínuskólinn Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum Æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol hafa allar upplifað með árunum að blossinn í sambandi þeirra við karlmenn hefur dofnað. Hlutirnir breyt- ast hins vegar snarlega þegar þær lesa hina erótísku bók Fifty Shades of Grey enda fyllir sagan þær allar löngun til að endurnýja kynni sín af ástinni! Nýjasta Jurassic World -myndin, Fallen Kingdom , gerist um fjórum árum eftir at- burðina í síðustu mynd en síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og ákveðið er að flytja sem mest af risaeðl- unum upp á fastalandið. Gengur það? Ævintýri/hasar Gamanmynd Book Club JurassicWorld: Fallen Kingdom

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=