Myndir mánaðarins, nóvember 2018 - Leigan

8 Myndir mánaðarins Að skilja hafnabolta er eins og að skilja sápuóperu. Maður þarf bara að horfa á fimm leiki í röð og þá er maður búinn að fatta um hvað málið snýst. - Jennifer Garner. Það langbesta við frægðina er að ef eitthvaðbilar hjámanni þá kemur einhver mjög fljótlega og reddar því. - Sandra Bullock. Frægðin breytti mér ekki neitt. Ég var fyrir löngu orðinn svona þegar hún kom. - Elliott Gould . Að eignast fleiri Matcbox- bíla. Ég elskaði þá og mig dreymdi um að finna garð sem væri fullur af gæðamold eins og þeirri sem krakkarnir í auglýsingunum léku sér í. Það var himnaríki í mínum augum. - Justin Theroux, um æsku- drauminn. Ég byrjaði að leika níu ára af því að því fylgdi frí í skólanum. Mér datt aldrei í hug að þetta yrði vinnan mín enda vissi ég ekki að þetta væri vinna. - Mila Kunis . Svört tónlist og hvít tónlist, hvað er það eiginlega? Ég hef aldrei skilið þessar skil- greiningar því fyrir mér er tónlist ekki litur heldur list. - Whitney Houston . Fyrsta myndin sem kemur í hugann þegar ég er spurður að þessu er Braveheart . Mér fannst hún stórkostleg og finnst það enn. Ég hef örugglega séð hana 35 sinnum. - Jeremy Renner, spurður að því hvaða myndir séu í uppáhaldi hjá honum . Öfugt við suma kollega þá elska ég að búa í Los Angeles. - Ed Helms . Ég ætlaði mér aldrei að verða leikkona. En þeir á umboðs- skrifstofunni sem höfðu út- vegað mér fyrirsætustörf með skólanum höfðu einhverja trú á því að ég gæti leikið þannig að þeir útveguðu mér prufu og ég fékk hlutverkið. Þannig byrjaði þetta, en fyrir mig snerist þetta bara um að geta borgað námslánin. Svo kom áhuginn eftir það. - Gabrielle Union . Ég greip það snemma að árangur næðist ekki á einni nóttu. Árangur myndast smátt og smátt. Þess vegna reyni ég á hverjum degi að gera eitthvað sem gerir mig betri í því sem ég hef mestan áhuga á að gera. Það hefur ekki alltaf tekist, en er samt skýringin á árangrinum sem ég hef náð. - Dwayne Johnson . Ég hef aldrei litið á mig sem gamanleikara þótt aðrir hafi gert það. Ég held að það sé til komið af því að ég tamdi mér að reyna að sjá eins oft og ég get spaugilegu hliðarnar á sem flestum málum. - Paul Rudd . Já, ég er einn af þeim sem ströggluðu lengi áður en mér fór að takast að lifa á leik- listinni. Og já, ég er einn af þeim sem þjónuðu til borðs á veitingahúsum í New York til að hafa í mig og á. - Pedro Pascal . Foreldrar mínir gáfu mér oftast miða á einhverja tón- leikasýningu í afmælis- og jólagjöf enda elskaði ég slíkar sýningar. Ég sá t.d. Mamma Mia margsinnis og langaði alltaf til að vera hluti af hópnum sem dansaði og söng á sviðinu. Mér datt aldrei í hug að sá draumur myndi rætast einn góðan veðurdag, en hann gerði það. - Lily James . Jú, sumir leikarar njóta þess einhvern tíma á ferlinum að leika í vinsælum myndum sem gera þá eftirsóttari. En sá hiti kulnar fljótt og leikari sem byggir á slíku á enga möguleika til framtíðar. Raun- verulegur árangur í þessu fagi byggist eins og annar árangur á mikilli vinnu, ekki tímabundnum vinsældum. - Ben Foster .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=