Myndir mánaðarins, desember 2018 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Væntanlegt í janúar Föstudaginn 4. janúar verða tværmyndir frumsýndar, annars vegar gaman- myndin Holmes &Watsons og hins vegar ævintýramyndin Robin Hood . Holmes & Watson er eftir leikstjórann og hand- ritshöfundinn Etan Cohen sem leikstýrði síðast Get Hard en á einnig að baki m.a. handrit mynd- anna Tropic Thunder og Men in Black 3 . Hér leiða þeir enn saman broddgelti sína þeir Will Ferrell og John C. Reilly í mynd sem eins og heiti hennar gefur til kynna segir frá spæjaranum mikla Sherlock Holmes og aðstoðarmanni hans, lækninumWatson.Aðsjálfsögðuerumgrínútgáfu sögunnar að ræða þar sem þeir Sherlock og Watson taka upp á ýmsu einkennilegu en megin- saga myndarinnar er dularfull ráðgáta sem erki- óvinur Sherlocks, prófessorinn illræmdi Moriarty (Ralph Finnes), hefur kokkað upp fyrir hann. Nái Sherlock ekki að ráða gátuna innan fjögurra sólarhringamunViktoría drottning verða ráðin af dögumog verður dauði hennar þá alfarið Sherlock að kenna. Með önnur stór hlutverk í myndinni fara m.a. Rebecca Hall, Hugh Laurie, Noah Jupe, Steve Coogan og Pam Ferris sem leikur Viktoríu drottningu. Robin Hood er svo nýjasta myndin um hetjuna í Skírisskógi sem setti sér og mönnum sínum það markmið að ræna þá ríku og gefa þeim fátæku um leið og hann reyndi hvað hann gat til að koma Jóni fógeta frá völdum í Nottingham. Leikstjóri þessarar hressilegu myndar þar sem stórskemmtilegum bardaga- og hasaratriðum er gert hátt undir höfði er Otto Bathurst og er þetta fyrsta bíómynd hans þótt hann eigi að baki margra ára reynslu í gerð sjónvarpsmynda og sjónvarpsþátta. Með hlutverk Hróa fer hinn skemmtilegi leikari Taron Egerton sem m.a. gerði það gott í Kingsman -myndunum og þau Jamie Foxx, Ben Mendelsohn, Eve Hewson, Jamie Dornan og F. Murray Abraham leika stór hlutverk. Þann 11. janúar verða svo fjórar myndir frum- sýndar og skal þar fyrsta nefna Escape Room eftir Adam Robitel sem gerði m.a. hrollvekjuna The Taking of Deborah Logan árið 2014. Hér er um háspennutrylli að ræða sem verkar svona fyrirfram eins og nokkurs konar blanda af mynd- unum Saw og The Cube , en hún segir frá sex ungmennum sem þekkjast ekkert innbyrðis í upphafi en fá dag einn öll send sams konar skila- boð um að mæta á ákveðinn stað þar sem þeirra bíður einhvers konar gáta. Með fylgir loforð umað takist þeim að ráða gátuna verði þau verðlaunuð með milljón dollurum. Þetta hljómar auðvitað of vel til að vera satt, en er samt þannig boð að ungmennin sex ákveða öll að mæta á staðinn. Þar komast þau hins vegar fljótlega að því að þau hafa verið leidd í gildru því það stóð ekki í boðinu að ef þeim tækist ekki að ráða gátuna innan ákveðinna tímamarka myndu þau öll týna lífinu! Með aðalhlutverkin fer hópur tiltölulega óþekktra leikara en stiklan úr myndinni gefur ótvírætt til kynna að hér sé um hörkumynd að ræða. Önnur mynd sem frumsýnd verður 11. janúar nefnist Instant Family og er eftir leikstjórann Sean Anders ( We’re the Millers , Daddy’s Home 1 og 2 ) sem einnig skrifar handritið ásamt John Morris. Hér segir frá hjónunum Pete og Ellie, sem þau Mark Wahlberg og Rose Byrne leika, sem ákveða að ættleiða á einu bretti þrjú systkini, táningsstúlku og yngri bróður hennar og systur. Þau Pete og Ellie eru auðvitað engu vön í for- eldrahlutverkinu og því gengur á ýmsu, bæði upp og niður, í sambandi þeirra við krakkana þrjá, a.m.k. til að byrja með þegar þau eru öll að kynnast hvert öðru. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skömmu og hefur fengið afar góðar viðtökur og dóma, en hún þykir í senn bæði mjög fyndin og raunsönn enda er hún að hluta til byggð á raunverulegri sögu leikstjórans sem ásamt eiginkonu sinni ættleiddi þrjú börn fyrir nokkrum árum. Með stærstu hlutverkin fyrir utan þau Mark Wahlberg og Rose Byrne fara Isabela Moner, Gustavo Quiroz, Julianna Gamiz, Octavia Spencer, Margo Martindale, Julie Hagerty og Joan Cusack. Þriðjamyndin 11. janúar er GreenBook semmargir spá að verði ein af stóru verðlaunamyndum ársins, bæði myndin sjálf, og fyrir leik þeirra Viggos Mortensen og Mahershalas Ali í aðalhlut- verkunum, leikstjórn Peters Farrelly og handritið sem er skrifað af Peter í samvinnu við Brian Hayes Currie og Nick Vallelonga. Green Book gerist á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá píanóleikaranum Don Shirley sem ákveður að fara í tónleikaferð um Suðurríki Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann viti fyrir víst að þar muni hann mæta rasískumviðhorfumenda svartur á hörund. Þau viðhorf eru reyndar ein af ástæðum þess að hann vill fara, en sér til verndar ef á hann yrði ráðist fær hann útkastarann og smáglæpamanninn Tony Lip sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Þetta eru gjörólíkir menn að öllu leyti og á ferðalag þeirra eftir að kenna þeim báðum sitthvað nýtt um lífið og tilveruna. Myndin hefur þegar þetta er skrifað verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum beggja vegna Atlantshafsins, hlotið afburðadóma bæði gagnrýnenda og almennra áhorfenda og þykir eins og fyrr segir mjög líkleg til að verða tilnefnd til Golden Globe- og Óskarsverðlauna í fyrrnefnum flokkum, ekki síst Viggo sem hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskars en ekki hlotið hann. Þykir mörgum aðdáendum hans tími til kominn að þessi frábæri leikari eignist sína eigin styttu. Fjórða myndin á dagskránni 11. janúar er svo A Private War eftir leikstjórann Matthew Heine- man en sú mynd þykir eins og Green Book einnig líkleg til að skora hátt á væntanlegum verðlauna- hátíðum og þá alveg sérstaklega Rosamund Pike fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu. Hún leikur þar blaðakonuna Marie Catherine Colvin sem árið 1985 hóf störf hjá breska blaðinu The Sunday Times og fór fljótlega að sækjast eftir erfiðustu verkefnunum sem í boði voru, þ.e. að fara til stríðshrjáðra svæða og landa. Hennar eigin orð fyrir því hvers vegna hún var tilbúin til að leggja líf sitt í hættu voru að með því gæti hún gefið þeim raddlausu rödd og þeim ósýnilegu tilvist frammi fyrir alþjóðasamfélaginu. Frá árinu 1986 var hún sérfræðingur blaðsins í málefnum Miðausturlanda en tók einnig að sér að fara til landa Norður-Afríku þegar byltingarnar þar, sem kallaðar voru Arabíska vorið , áttu sér stað, m.a. í Líbýu þegar Moammar Gadhafi var steypt af stóli. Varð hún t.d. síðasti vestræni blaðamaðurinn til að taka við hann viðtal. Marie fór einnig til landa fyrrum Júgóslavíu til að skrifa um fólkið semvarð ámilli í átökunumþar semkostuðu tugþúsundir saklausra borgara lífið og til Sierra Leone, Simbabve, Sri Lanka og Austur-Tímor. Á síðastnefnda staðnum er hún talin hafa bjargað a.m.k. 1.500 mannslífum með fréttaflutningi sínum af innikróuðum konum og börnum sem aftraði indónesíska hernum að gera árás. Framangreint er bara brot af afrekum þessarar einstöku konu sem hlaut fjölmörg blaðamannaverðlaun fyrir starf sitt, en hún varð svo í apríl árið 2012 fórnarlamb stríðsins í Sýrlandi. Í janúar er von á sannkallaðri kvikmynda- veislu í kvikmyndahúsum landsins og hér rennumvið í stuttumáli yfir nokkrar af þeim myndum sem hana prýða, en þær verða svo auðvitað allar kynntar nánar í næsta blaði sem kemur út á milli jóla og nýárs.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=