Myndir mánaðarins, desember 2018 - Bíó
20 Myndir mánaðarins Mortal Engines Sum sár gróa aldrei Aðalhlutverk: Hera Hilmar, Hugo Weaving, Stephen Lang, Robert Sheehan, Jihae, Frankie Adams, Colin Salmon, Leila George og Caren Pistorius Leikstjórn: Christian Rivers Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Keflavík og Borgarbíó Akureyri 128 mín Frumsýnd 14. desember l Aðalframleiðandi Mortal Engines er Peter Jackson sem gerði Lord of the Rings - og Hobbit -þríleikina, en hann skrifar jafnframt hand- ritið ásamt Philippu Boyens og eiginkonu sinni Fran Walsh. Leik- stjórnin er hins vegar í höndum Christians Rivers sem hafði m.a. yfirumsjónmeð tæknibrellunum í fyrrnefndumþríleikjumog hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tæknibrellurnar í mynd Peters, King Kong . Eftir að hafa mistekist að taka Thaddeus Valentine af lífi nær Hester Shaw naumlega að sleppa frá risaborginni London út í eyðimörkina þar sem þrautaganga hennar hefst fyrir alvöru. Mortal Engines er byggð á samnefndri og margverðlaunaðri bók breska rithöfundarins Philips Reeve, en hún kom út í íslenskri þýð- ingu í sumar undir heitinu Vítisvélar . Þetta er mögnuð vísindaskáldsaga og framtíðarævin- týri sem gerist eftir um þrjú þúsund ár þegar heilu borgirnar eru komnar á færanlegan grunn og ferðast um Jörðina í leit að orku til að knýja þær. Til að fá þessa orku gleypa borg- irnar m.a. í sig aðrar minni borgir og bæi og verða um leið íbúum þeirra að fjörtjóni. Hera Hilmarsdóttir, eða Hera Hilmar eins og hún kýs að kalla sig, fer með hlutverk Hester Shaw sem á harma að hefna gegn einum aðal- manninum í stærstu borginni London, Thaddeusi Valentine, eftir að hann hafði ráðist á heimabæ hennar, Salthook. Eftir misheppnaða tilraun til að ráða Thaddeus af dögum þarf Hester til að flýja borgina og út í eyðimörkina þar sem hún gengur í lið með fólki sem er stað- ráðið í að komast inn í London á ný. En það er hægara sagt en gert ... Hera Hilmar leikur aðalsöguhetjuna Hester Shaw, en hún á harma að hefna gegn hinum valdamikla Thaddeus Valentine sem ber ábyrgð á að heimabæ hennar, Salthook, var eytt og líf hennar lagt í rúst. Mortal Engines Vísindaskáldsaga Punktar .................................................... Hugo Weaving leikur hinn óforskammaða Thaddeus Valentine sem er einn af valdamestu mönnunum í risaborginni London. Vonarstræti og Eiðurinn. Veistu svarið? Hera Hilmarsdóttir er dóttir Hilmars Oddssonar og Þóreyjar Sigþórsdóttur og átti því ekki langt að sækja leiklistaráhugann í æsku enda lék hún í sinni fyrstu bíómynd aðeins sjö ára að aldri. En fyrir leik í hvaða tveimur myndumhlaut hún Edduverðlaunin?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=