Myndir mánaðarins, desember 2018 - Bíó
6 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Það er bandaríska leikkonan Amber Heard sem hér slakar á í förðun- arstólnum 18. maí 2017, daginn sem fyrsta atriðið semhún leikur í var tekiðupp fyrirmyndina Aquaman semfrumsýndverður 19. desember. Myndina birti hún á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „ Eftir ár af undirbúningi, hálft ár af þjálfun og óteljandi skipti sem ég hef þurft að neita mér um það sem mér finnst gott, t.d. kleinuhringi, er komið að því. Dagur 1“. Eins og sést á myndinni notar hún tækifærið og les eina af sögunum um Aquaman sem myndin er byggð á en á þessum tíma var vinnuheiti myndarinnar Ahab í höfuðið á skipstjóranum einfætta í bók Hermans Melville um Moby Dick. Myndbirtingin var því ákveðin vísbendingaleikur hjá Amber á sínum tíma. Það bíða sjálfsagt margir eftir nýju Mary Poppins -myndinni sem frum- sýnd verður 26. desember, ekki síst aðdáendur fyrri myndarinnar sem sló í gegn árið 1964 og var með þeim Julie Andrews og Dick Van Dyke í stærstu hlutverkunum. Þeim var báðum boðið að leika í nýju myndinni en Julie ákvað að þiggja það ekki á þeim forsendum að hún taldi að nærvera sín myndi e.t.v. skyggja á Emily Blunt sem nú leikur barnfóstruna göldróttu. Hins vegar var hinn 92 ára gamli Dick Van Dyke til í tuskið og leikur í a.m.k. einu atriði Dawes yngri, son gamla bankastjórans Dawes sem Dick lék í fyrri myndinni, en hann dó úr hlátri yfir brandaranum um einfætta manninn og tréfótinn hans. Hver veit nema sá brandari sé enn til staðar í nýju myndinni. Tökur á myndinni Joker eftir Todd Phillips eru nú langt komnar en þar leikur Joaquin Phoenix Arthur Fleck sem eftir að hafa lent í verulegum hremmingum af völdum Batmans, þar á meðal í sýrubaði ef okkur misminnir ekki, breytti sér í hinn léttgeggjaða Jóker sem var harð- ákveðinn í að leggja undir sig Gotham-borg og launa Batman í leiðinni lambið gráa. Nákvæm útlistun á söguþræði myndarinnar hefur ekki verið birt en þó er vitað að um upprunasögu er að ræða, þ.e. við fáum að fylgjast með hvað það var nákvæmlega sem olli því að Arthur varð að Jóker. Á meðfylgjandi ljósmynd er Joaquin á harðahlaupum í hlutverki sínu í einu atriði myndarinnar, en út af hverju fáum við ekki að vita fyrr en myndin verður frumsýnd í október á næsta ári. Frumkvöðullinn, ritstjórinn og myndasagnaútgefandinn Stan Lee lést þann 12. nóvember sl., 95 ára að aldri, en Stan á að öðrum samstarfs- mönnum hans ólöstuðum, sérstaklega þeim Jack Kirby og Steve Ditko, mestan þátt í að gera veg og vanda teiknimyndasagna um ofurhetjur vinsælar og lagði þar með grunninn að því risafyrirtæki sem Marvel er í dag og hefur verið undanfarna áratugi, en teiknisögubransinn var í raun bara lítil hliðarbúgrein útgáfufyrirtækja þegar hann hóf störf í honum. Um leið var hann meðhöfundur ýmissa ofurhetjusagna sem allir þekkja í dag eins og Spider - Man , The Hulk , Doctor Strange , The Fantastic Four , IronMan , Daredevil , Thor , The X-Men og margra fleiri. Eftir að Stan dró sig í hlé frá mesta skarkalanum hafði hann fyrir sið að koma fram í feluhlutverki í Marvel-myndunum og samkvæmt því sem okkur skilst kemur hann fram (eða rödd hans a.m.k.) í nýju Spider-Man - teiknimyndinni sem frumsýnd verður 26. desember (sjá bls. 28) og svo í síðasta sinn í Spider-Man: Homecoming sem frumsýna á í júlí næsta sumar og verður alveg áreiðanlega tileinkuð minningu hans.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=