Myndir mánaðarins, desember 2018 - Bíó

8 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Leikstjórinn James Cameron tilkynnti um miðjan nóvember að fyrir utan nokkur atriði sem þyrfti að fínpússa með áhættuleikurum væri tökum lokið á hinum fjórum Avatar -framhaldsmyndum sem hann og samstarfsfólk hans hefur verið að gera á undanförnum árum og frumsýna á í desember 2020, 2021, 2024 og 2025. James, sem á m.a. að baki Terminator -myndirnar og tvær vinsælustu kvikmyndir sögunnar, þ.e. fyrstu Avatar -myndina 2009 og svo Titanic frá árinu 1997, segir að þessar nýju Avatar -myndir verði glæný upplifun fyrir kvikmyndahúsagesti og að ástæðan fyrir þeim langa tíma sem tekið hefur að kvikmynda þær felist að stóru leyti í nýrri tegund af svokallaðri „motion capture“-tækni, ekki síst sem snýr að slíkri kvikmyndatöku í vatni en þessi tækni var hreinlega fundin upp um leið og myndin var gerð. Lofar James áhorfendum að með þessari nýju tækni muni þeir um leið upplifa nýja tegund af þrívídd sem sé hrein bylting. Við getum ekki annað en beðið spennt í þau tvö ár sem eru þangað til. Þarna sjáumvið leikstjórana Kevin Kölsch og DennisWidmyer ræða við þá Jason Clarke og John Lithgow við tökur á myndinni Pet Sematery sem frumsýna á í apríl og er eins og flestir vita byggð á einni af bókum hrollvekjumeistarans Stephens King. Sagan, sem kom út árið 1983 og hlaut fjölmörg bókmenntaverðlaun á sínum tíma, er í stuttu máli um Creed-hjónin Louis og Rachel sem flytja ásamt tveimur börnum sínum í hús sem stendur í útjaðri bæjarins Ludlow þar sem Louis, sem er læknir, hefur fengið starf á sjúkrahúsi. Fljótlega eftir komuna á nýja staðinn uppgötva þau dýrakirkjugarð í nágrenninu og það á auðvitað eftir að koma í ljós að honum fylgja þau hrollvekjandi álög að dýrin sem eru grafin þar ganga aftur. Þetta er önnur bíómyndin sem er gerð eftir þessari sögu en sú fyrri var frumsýnd 1989 og skaut mörgum áhorf- endum skelk í bringu. Það mun þessi nýja mynd væntanlega líka gera. Þetta er enginn annar en sjálfur John Wick sem þarna er kominn á hestbak í þriðjumyndinni umkappann sem frumsýna á ummiðjanmaí ef áætlanir ganga eftir og er sem fyrr eftir leikstjórann Chad Stahelski eftir handriti Dereks Kolstad. Sem fyrr er það Keanu Reeves sem leikur John og verður spennandi að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur en eins og þeir muna sem sáu mynd númer tvö lauk henni með frábæru atriði þar sem John fékk að vita að eftir eina klukkustund myndu allir leigumorðingjar heimsins snúa sér að því verkefni að drepa hann. „Segðu þeim, segðu þeim öllum, að ég muni drepa þá“ voru lokaorð hans í myndinni áður en hann hljóp út í buskann ogmá því reiknameð að þriðja myndin hefjist ekki mikið síðar en klukkustund eftir það. Hér sjáum við hvar verið er að taka upp atriði í myndinni The Goldfinch eftir leikstjórann John Crowley sem síðast sendi frá sér hina rómuðu mynd Brooklyn , en hún hlaut BAFTA-verðlaunin sem besta breska mynd ársins 2015 og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Sem fyrr ræðst John ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því The Goldfinch er byggð á samnefndri bók bandaríska rithöfundarins DonnuTartt sem m.a. hlaut Pulitzer-verðlaunin sembesta skáldsaga ársins 2013. Myndin er umungan dreng semkemst lífs af úr sprengingu þar semmóðir hans lætur lífið og í aðalhlutverkum eru Nicole Kidman, Oakes Fegley, Ansel Elgort, Luke Wilson, Sarah Paulson og Ashleigh Cummings. Myndin verður frumsýnd í október á næsta ári og eru sumir þegar farnir að spá því að hún verði ein af þeimmyndumsemkeppamunu umhelstu kvik- myndaverðlaunin þegar kvikmyndaárið 2019 verður gert upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=