Myndir mánaðarins, desember 2018 - Leigan

20 Myndir mánaðarins 7. desember 83 mín Aðalhl.: Salma Hayek, John Lithgow, Connie Britton og Chloë Sevigny Leikstj.: Miguel Arteta Útgef.: Myndform VOD Grín / Satíra Beatriz er bandarískur innflytjandi frá Mexíkó sem vinnur við nudd og heilun. Kvöld eitt, eftir að bíllinn hennar bilar, er henni boðið í kvöldverð hjá einum af kúnnum sínum þar sem einn af gestunum er fjármála- og við- skiptamógúll að nafni Doug, en hann ber einmitt ábyrgð á því að fólk í fyrr- verandi heimabæ Beatrizar hefur þurft að þjást. Og neistar byrja að fljúga! Þau Beatriz og Doug gætu ekki verið ólíkari að upplagi og með ólíkari skoðanir á hlutunum. Á meðan Beatriz vill umfram allt reyna að gera veröldina að betri stað fyrir komandi kynslóðir er Doug alveg nákvæmlega sama um allt og alla, svo framarlega sem hann græðir sjálfur og getur gert það sem hann vill. Kvöldverð- urinn snýst því upp í ansi skrautleg skoðanaskipti þar sem bitið er á báða bóga ... Stál í stál Salma Hayek leikur nuddarann Beatriz sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. l Beatriz at Dinner var valin ein af tíu bestu óháðu kvikmyndum ársins 2017 af samtökumbandarískra gagn- rýnenda og var handrit hennar, sem er eftir Mike White ( Orange County , The Good Girl , School of Rock , Brad’s Status ), tilnefnt til óháðu Spirit- verðlaunanna sem besta handrit ársins svo og Salma Hayek fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. l Leikstjóri myndarinnar, Miguel Asteta, á margar góðar myndir að baki, þ. á m. The Good Girl sem Mike White skrifaði handritið að. Punktar .................................................................. HHHHH - L.A. Times HHHH - Time Out HHHH - Screen International HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - E. Weekly Beatriz at Dinner – Símon Teiknimyndaþættirnir um Símon eru byggðir á metsölubókum Stephanie Blake sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál og hafa þessir þættir notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum víða um heim, þ. á m. á RÚV. Símon er eldhress kanínustrákur sem lætur sér fátt óviðkomandi og er óhræddur við að prófa og læra eitthvað nýtt. Um leið á hann það til að gera mistök en þótt hann sé svona lítill er hann með stórt hjarta og er ávallt fljótur að sjá muninn á röngu og réttu. Símon Sjö þættir um fjallhressa kanínustrákinn Símon 7. desember 40 mín Teiknimyndir um Símon kanínustrák og uppátæki hans á hverjum degi Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=