Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan

25 Myndir mánaðarins 25. janúar Teiknimyndir um dráttarbátinn Elías og vini hans Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Norsku verðlaunateiknimyndirnar um björg- unarbátinn Elías og vini hans eru allt í senn litríkar, fyndnar, fræðandi og hæfilega spenn- andi fyrir yngri kynslóðir áhorfenda. Þættirnir um ráðagóða björgunarbátinn Elías og vini hans, Trolla, Kraneyju, Doppu, Kalla, Glað og alla hina, voru fastir póstar í barnatímum sjónvarpsins á árumáður ognutumikilla vinsældabæði smáfólksins og hinna fullorðnu, enda afar vandaðir í alla staði með góðumog gagnlegumboðskap semá alltaf við. Í þessari útgáfu er að finna þætti 17–24 í seríu 3. Elías bjargar málunum! 80 mín 31. janúar 101 mín Aðalhl.: Hilary Swank, Michael Shannon, Robert Forster og Blythe Danner Leikstjórn: Elizabeth Chomko Útg.: Sena VOD Drama Þegar Ruth, sem er með Alzheimer-sjúkdóminn, hverfur á náttkjólnum ein- umfata út í kalda Chicago-nóttina ogfinnst síðannokkrumklukkustundum síðar á reiki um borgina ráðleggja læknar eiginmanni hennar, Burt, að koma henni fyrir á viðeigandi sjúkrastofnun. Hann tekur það ekki í mál. What They Had er fyrsta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Elizabethar Chomko, en hún er að hluta til byggð á hennar eigin reynslu. Með aðalhlutverkin fer úrvalshópur leikara, þau Hilary Swank, Michael Shannon, Robert Forster, Blythe Danner, Taissa Farmiga og Josh Lucas, en hér er dregin upp trúverðug mynd af afleiðingum Alzheimer-sjúkdómsins, ekki síst fyrir þá sem standa næst sjúklingn- um. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi barna þeirra Ruthar og Burts sem upplifa æsku sína og uppeldi hvort á sinn hátt. What They Had er gæðamynd fyrir alla kvikmyndaunnendur sem kunna aðmeta áhrifaríkar sögur af venjulegu fólki ... Lífið er ferðalag Blythe Danner og Hilary Swank leika mæðg- urnar Ruth og Bridget í What They Had . Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - N.Y. Magazine HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Observer HHHH - Rolling Stone HHHH - Wall Street Journal HHH 1/2 - Variety l What They Had hefur hlotið mjög góða dóma virtra gagnrýnenda, ekki síst fyrir handrit og leikstjórn Eliza- bethar Chomko svo og fyrir gæðaleik alls leikhópsins. Myndin, semþykir jafn fyndin og hún er áhrifarík og sönn, er ein af þessummyndum sem sitja eftir í minningu áhorfenda löngu eftir að þeim lýkur enda er hún ofarlega á mörgum listumyfir bestumyndir ársins 2018. Þess ber að geta að myndin var kynnt í nóvemberblaðinu en útgáfunni þurfti síðan að fresta til 31. janúar. Elías – What They Had

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=