Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan
26 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Bernharð er einn af aðstoðarálfum jólasveinsins og reynir hvað hann getur að koma að gagni með uppfinningum sínum þótt það gangi stundum brösu- lega. En þegar hinn gráðugi Neville og móðir hans Vera ræna jólasveininum fær Bernharð kærkomið tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Kvikmyndin Undir halastjörnu sækir inn- blásturinn í líkfundarmálið svokallaða sem vakti gríðarlega athygli árið 2004, en það hófst þegar kafari sem var að kanna skemmdir á bryggjumannvirkjum á Neskaupstað fann sundurskorið lík af karlmanni í höfninni og ein umfangs- mesta lögreglurannsókn ársins hófst. Það eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan bíómyndin Mamma Mia! kom út við miklar vinsældir um allan heim enda einstaklega skemmtileg mynd í alla staði, fjörug, fyndin og byggð á textum nokkurra vinsælustu laga hljómsveit- arinnar ABBA. Þessi nýja mynd er ekki síðri enda ein vinsælasta mynd ársins. Robert McCall heldur áfram að útdeila sínu eigin réttlæti til þeirra sem gerast sekir um glæpi gegn samborgurum hans og hikar ekki við að senda þá yfir móðuna miklu ef þeir sýna mótþróa. Þegar góð vinkona hans er myrt kemur ekkert annað til greina en að finna þá seku og láta þá gjalda fyrir þá gjörð. Spennu- og hasarmyndin Peppermint segir frá Riley North sem upplifir veröld sína hrynja til grunna þegar eiginmaður hennar og ung dóttir þeirra eru myrt af byssumönnum voldugs glæpakóngs. Þegar morðingjarnir eru látnir lausir af gerspilltum dómara ákveður Riley að útdeila þeim sínu eigin réttlæti. Eftir litlu einkauppreisnina sem vinkon- urnar þrjár stóðu fyrir í síðustu mynd gegn kröfunum sem samfélagið gerir til mæðra eru að koma jól. Álagið eykst smám saman með tilheyrandi stressi sem batnar ekki þegar mæður þeirra koma í heimsókn og vilja að sjálfsögðu hafa allt jólahaldið í röð og reglu! Úlfhundurinn er byggð á hinni sígildu sögu White Fang eftir Jack London, en hún kom út árið 1906 og hefur allar götur síðan notið mikilla vinsælda. Þetta er frábær saga sem gerist á tímum gullæðisins í Klondike í Alaska á árunum 1896–1899 og segir frá úlfi sem elst upp á meðal manna. Drakúla er mættur aftur ásamt dóttur sinni, eiginmanni hennar og bestu vinum þeirra og halda þau nú suður á bóginn þar sem fjörug skemmtisigling bíður þeirra. Hugmyndin er að slaka nú almennilega á í tunglskinsblíðunni og til að byrja með virðist það ætla að takast. En svo kemur furðulegt babb í bátinn. Sögurnar um Bangsa eru eftir sænska rithöfundinn Rune Andréasson og hafa notið mikilla vinsælda um árabil, bæði semteiknimyndablöðogsemsjónvarps- þættir. Bangsi og dóttir nornarinnar er önnur bíómyndin sem gerð er um ævintýri hans og er hún fyrst og fremst ætluð yngsta aldurshóp áhorfenda. Mæja er kát og skemmtileg býfluga sem nýtur lífsins út í ystu æsar. Það eina sem hún er ekki sátt við er að þurfa að strita allan daginn við býflugnabúið í stað þess að leika sér og í þessari mynd fáum við því að sjá hvernig það vildi til að Mæja flutti úr býflugnabúinu og kynntist heiminum fyrir utan og nýjum vinum. Þrælgóð spennumynd um David Kim sem vaknar einnmorguninn og sér að 16 ára dóttir hans Margot hefur þrisvar reynt að hringja í hann umnóttina. Þegar hún skilar sér svo ekki heim um kvöldið og svarar ekki símanum kallar hann á lögregluna og hefst síðan sjálfur handa við að rannsaka hvað um hana varð. Áhorfendur sem vilja sjá fjörugan grínhasar ættu ekki að láta The Spy Who Dumped Me fram hjá sér fara þar sem tvær af vinsælustu leikkonum Bandaríkj- anna, Mila Kunis og Kate McKinnon, þurfa að snúa bökum saman í baráttu við óþjóðalýð eins og leigumorðingja og annað hyski sem vill þær feigar. Ant-Manand theWasp gerist um tveimur árum eftir atburðina í Captain America: Civil War og Scott Lang, þ.e. Ant-Man, er enn í því stofufangelsi sem hann var dæmdur í vegna afskipta sinna af þeim átökum. En þegar Hank Pym þarf á ný á hjálp hans að halda kemur ekkert annað til greina en að brjóta skilorðið. Þau Rachel og Nick hafa verið saman í rúmlegaárogeruástfangnariennokkurn tíma fyrr. Nick ákveður því að tími sé til kominn að bjóða Rachel til Singapúr að hitta fjölskyldu sína, en sú fjölskylda á sannarlega eftir að koma henni á óvart. Frábærmyndogtvímælalausteinalbesta rómantíska mynd ársins 2018. Alpha er frábær mynd sem gerist fyrir 20 þúsund árum á meginlandi Evrópu, og segir frá ungum dreng, Keda, sem í miðri veiðiferð með föður sínum verður viðskila við hann og aðra veiðifélaga þeirra. Keda neyðist því til að sjá um sig sjálfur í fyrsta sinn á ævinni og finna leiðina heim áður en veturinn skellur á. Kona fer ístríð er eftir Benedikt Erlingsson og segir frá kórstjóranumHöllu (Halldóra Geirharðsdóttir) sem ákveður að lýsa yfir sínueigineinkastríðigegnallrimengandi stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður en þegar ung munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar þarf hún að endurmeta stöðu sína. Þeir sem kunna að meta harðkjarna bardaga- og hasarmyndir ættu að kunna að meta Mile 22 eftir Peter Berg ( Patriots Day , Deepwater Horizon , Lone Survivor , Battleship , Hancock ) með MarkWahlberg í aðalhlutverki en hér er um að ræða eina hröðustu hasarreið ársins, þar semhvergi er slakað á frá byrjun til enda. Þegar árás er gerð á hæstu byggingu heims í Hong Kong og skæður eldur brýst út ofarlega í henni lendir öryggisvörðurinn Will Sawyer í kapp- hlaupi við að hreinsa nafn sitt af árásinni um leiðoghannþarfaðbjargaeiginkonu sinni og tveimur börnum sem eru afkróuð í turninum – fyrir ofan eldhafið. Sönn saga Bretans Billys Moore semflutti tilTælands þar sem eiturlyfjafíkn hans og afbrotahneigð leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar á stað sem lýst hefur verið sem helvíti á Jörðu. En Billy ákvað að gefast ekki upp. Þetta er gríðarlega góð og áhrifarík mynd sem tekur verulega á. Hasar Ævintýri Gaman/tónlist Gamanmynd Gamanmynd Spenna/hasar Hasarmynd Teiknimynd Teiknimynd Spenna/sakamál Spennumynd Fjölskyldumynd Ævintýri/ofurhetjur Teiknimynd Sannsögulegt Gamanmynd Teiknimynd Spenna/hasar Spennumynd Kona fer í stríð Mamma Mia! HereWe Go Again Alpha A Bad Moms Christmas Mile 22 Peppermint Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Undir halastjörnu Crazy Rich Asians The Equalizer 2 Úlfhundurinn Ant-Man and theWasp Skyscraper Bangsi og dóttir nornarinnar Mæja býfluga Searching The SpyWho Dumped Me A Prayer Before Dawn Björgum Sveinka Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum Það þarf ekki að hvetja neinn aðdáanda Mission Impossible -myndanna að sjá þessa sjöttu mynd seríunnar sem er að flestra dómi sú allra besta hingað til og alveg örugglega besta hasarmynd ársins. Ekkert hefur verið til sparað við gerð myndarinnar og Tom sjálfur sýnir sannarlega úr hverju hann er gerður Hin ótrúlega Parr-ofurfjölskylda mætir hér til leiks á ný, rúmum þrettán árum eftir að fyrri myndin um hana kom út, en hún er af mörgum talin ein besta Pixar- myndin til þessa. Þessi nýja mynd, sem er beint framhald þeirrar fyrri og gefur henniekkerteftir ígríniogglensierþegar orðin ein vinsælasta mynd ársins 2018. Teiknimynd Spenna/hasar Mission: Impossible - Fallout Incredibles 2
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=