Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Bíó

18 Myndir mánaðarins Arctic Að lifa eða deyja Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen og María Thelma Smáradóttir Leikstjórn: Joe Penna Bíó: Sambíóin Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík 97 mín Frumsýnd 8. febrúar l Leikstjóri Arctic er Brasilíumaðurinn Joe Penna sem fyrir utan að eiga að baki nokkrar góðar stuttmyndir stóð fyrir YouTube-rásinni MysteryGuitarMan þar sem hann sankaði að sér meira en þremur milljónum áskrifenda með stórskemmtilegum myndböndum. l Fyrir utan Maríu Thelmu Smáradóttur sem leikur slösuðu konuna sem Overgård hjúkrar kom fjöldi Íslendinga að gerð myndarinnar, þ. á m. Tómas Örn Tómasson sem stjórnaði kvikmyndatöku, Atli Geir Grétarsson sem gerði leikmynd, Margrét Einarsdóttir sem sá um bún- inga og Ragna Fossberg sem sá um förðun. Þá eru bara nokkrir upp- taldir af þeim Íslendingum sem unnu að myndinni en ítarlegri lista yfir aðstandendur geta áhugasamir að sjálfsögðu nálgast á netinu. Eftir að hafa nauðlent vél sinni á Norðurskautinu og beðið björgunar um talsverða hríð verður flugmanninum Overgård ljóst að hans og ungrar, slasaðrar konu semhann hefur hjúkrað bíður ekkert annað en að veslast upp í frosinni eyðimörkinni takist honum ekki að koma þeim til byggða upp á eigin spýtur. Arctic er gríðarlega vel gerð og áhrifarík mynd semhefur verið lofuð fyrir einstakt raunsæi og magnaðan leik hins margverðlaunaða danska leikara Mads Mikkelsen í aðalhlutverkinu. Myndin, sem er bandarískt-íslenskt samvinnuverkefni og var tekin upp á Íslandi, verður frumsýnd 8. febrúar og á örugglega eftir að verða ein helsta bíóupplifun ársins 2019 fyrir þá kvikmyndaunnendur sem kunna að meta hið sígilda þema um viljann til að lifa. Þess utan inniheldur hún mörg æsispennandi atriði og sögulok sem koma á óvart ... Mads Mikkelsen leikur Overgård sem verður strandaglópur norðan við heimskautsbaug eftir að hafa nauðlent vél sinni í auðninni. Arctic Drama Punktar .................................................... Írisi. Veistu svarið? Leikkonan og ljóðskáldið María Thelma Smáradótt- ir er fædd og uppalin á Íslandi en er tælensk í móð- urættina. Hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 17. júní 2016 og ætti a.m.k. að vera mörgum kunn sem sáu þáttaröðina Fangar . Hverja lék hún þar? María Thelma Smáradóttir fer með annað aðalhlutverkið í Arctic og var þessi ljósmynd af henni tekin á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2018 þar sem Arctic var fyrst sýnd við frábærar viðtökur áhorfenda. Arctic var tekin upp á Íslandi, að stærstu leyti við Nesjavelli og í nágrenni Fellsendavatns sem er skammt sunnan við Þórisvatn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=